Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 26
20
MORGUNN
frá Bjarna, um hádegisbilið — svo hljóðandi: „Móðir okkar
andaðist klukkan tvö i nótt“.
-----Þessi frásaga um andlát ömmu minnar og sýn hinn-
ar gömlu konunnar í sambandi við það, er ekkert nýstárleg
— að minnsta kosti ekki í augum fólks, sem hefur lagt
áherzlu á að kynna sér slíka hluti. — Það eru svona vitranir,
sem hafa frá örófi alda verið sterkasta rótin undir trú
mannanna á framhaldslífið, og það voru þær, sem leiddu til
forfeðradýrkunarinnar áður fyrr. — Þeim mun furðulegra
er það, að alltaf skuli vera upp fjöldi fólks, sem reynir í sí-
fellu að berja höfðinu við steininn, og fullyrða, að sýnin, sem
um er rætt í hvert sinn, sé annað hvort uppspuni eða hafi
stafað af einhverju öðru en hlutdeild látinnar manneskju. —
1 þessu umrædda tilfelli myndi þetta fólk geta sér til, að það
hafi verið hugur einhvers þeirra, er stóðu við dánarbeð
ömmu minnar, sem hafi flutt vitneskjuna um andlátið aust-
ur til hinnar gömlu konunnar. — En er það trúlegra, að
hugsun einhvers hinna viðstöddu hafi tekið á sig gervi
ömmu minnar, heldur en að andi hennar hafi gert það?
En séu slíkar getgátur hinna vantrúuðu óaðgengilegar við
svona aðstæður, verða þær ennþá fráleitari, þegar skyndi-
leg lækning á alvarlegum sjúkdómi á sér stað í sambandi
við vitrunina. — Ég skal nú inna ykkur frá einu slíku atviki,
en það er amma mín, sem kemur þar einnig við sögu.
-----Eftir að hún var komin yfir sextugt, tók hún um
nokkurra ára bil að þjást af gallsteinum, en slæm gallsteina-
köst eru mjög þjáningafull, svo sem ykkur mun vera kunn-
ugt. — Ekki var um þær mundir nema einn læknir á Fljóts-
dalshéraði, og því erfiðleikum bundið að ná í hann. Það kom
sér því stundum vel, að stjúpa mín hafði verið lækniskona,
áður en hún giftist föður mínum, og hafði haft með sér
austur í Vallanes nokkuð af meðulum, þar á meðal ópíum,
sem hún kunni vel með að fara. — Þegar erfitt var að ná í
lækni, var það hún, sem varð ömmu minni að mestu liði, við
að draga úr kvalaköstunum, enda var stjúpa mín framúr-
skarandi við alla hjúkrun, þegar á reyndi, og mikið ástríki