Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 26

Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 26
20 MORGUNN frá Bjarna, um hádegisbilið — svo hljóðandi: „Móðir okkar andaðist klukkan tvö i nótt“. -----Þessi frásaga um andlát ömmu minnar og sýn hinn- ar gömlu konunnar í sambandi við það, er ekkert nýstárleg — að minnsta kosti ekki í augum fólks, sem hefur lagt áherzlu á að kynna sér slíka hluti. — Það eru svona vitranir, sem hafa frá örófi alda verið sterkasta rótin undir trú mannanna á framhaldslífið, og það voru þær, sem leiddu til forfeðradýrkunarinnar áður fyrr. — Þeim mun furðulegra er það, að alltaf skuli vera upp fjöldi fólks, sem reynir í sí- fellu að berja höfðinu við steininn, og fullyrða, að sýnin, sem um er rætt í hvert sinn, sé annað hvort uppspuni eða hafi stafað af einhverju öðru en hlutdeild látinnar manneskju. — 1 þessu umrædda tilfelli myndi þetta fólk geta sér til, að það hafi verið hugur einhvers þeirra, er stóðu við dánarbeð ömmu minnar, sem hafi flutt vitneskjuna um andlátið aust- ur til hinnar gömlu konunnar. — En er það trúlegra, að hugsun einhvers hinna viðstöddu hafi tekið á sig gervi ömmu minnar, heldur en að andi hennar hafi gert það? En séu slíkar getgátur hinna vantrúuðu óaðgengilegar við svona aðstæður, verða þær ennþá fráleitari, þegar skyndi- leg lækning á alvarlegum sjúkdómi á sér stað í sambandi við vitrunina. — Ég skal nú inna ykkur frá einu slíku atviki, en það er amma mín, sem kemur þar einnig við sögu. -----Eftir að hún var komin yfir sextugt, tók hún um nokkurra ára bil að þjást af gallsteinum, en slæm gallsteina- köst eru mjög þjáningafull, svo sem ykkur mun vera kunn- ugt. — Ekki var um þær mundir nema einn læknir á Fljóts- dalshéraði, og því erfiðleikum bundið að ná í hann. Það kom sér því stundum vel, að stjúpa mín hafði verið lækniskona, áður en hún giftist föður mínum, og hafði haft með sér austur í Vallanes nokkuð af meðulum, þar á meðal ópíum, sem hún kunni vel með að fara. — Þegar erfitt var að ná í lækni, var það hún, sem varð ömmu minni að mestu liði, við að draga úr kvalaköstunum, enda var stjúpa mín framúr- skarandi við alla hjúkrun, þegar á reyndi, og mikið ástríki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.