Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 70
64
MORGUNN
athyglisverðar — og vaí’alaust að ýmsra áliti furðulegar
greinar um rannsóknir nítján lækna i Brasilíu á líkamn-
ingafyrirbærum, sem þeir hafa rannsakað vandlega og
meðal annars tekið af ekki færri en fjögur hundruð ljós-
myndir. Hafa þeir sagt frá rannsóknum sínum í sjónvarpi
í heimalandi sínu og birt þar margar ljósmyndir af þessum
furðulegu fyrirbærum.
Einn þeirra 19 lækna, er þátt tóku í þessum tilraunum er
dr. Oswaldo de Castro, skurðlæknir í Sao Paulo, er kveðst
hafa gjörzt þátttakandi til þess að sanna, að þarna væru
eingöngu svik á ferðinni. Hann kemst m. a. svo að orði:
,,Ég hafði engan trúnað lagt á þessi fyrirbæri, enda haldið
því fram, að þau væru ekki annað en svikin einber. Þess
vegna tók ég þátt í þessum tilraunum fullur tortryggni og
staðráðinn í þvi, að reyna að komast að raun um og sanna,
að svik væru í tafli. Af þessu hugarfari til málsins mótaðist
sú ítarlega rannsókn, sem ég gerði á lækningastofunni sjálfri,
þar sem tilraunirnar fóru fram, öllu því, sem þar var inni og
allri tilhögun tilraunanna sjálfra. Ég gekk úr skugga um
það, að gólf stofunnar var úr ósviknum tígulsteini, rann-
sakaði veggina, gluggana og læsingar þeirra, og komst að
raun um, að þar var ekkert tortryggilegt. Við rannsökuðum
vendilega alla þá, sem viðstaddir voru. Ailir voru jakkalaus-
ir, og þeim var ekki leyft að hafa nokkurn hlut í fórum sín-
um, nema gleraugu. Við athuguðum einnig ljósmyndavél-
arnar gaumgæfilega bæði utan og innan.
Miðillinn var jafnan læstur inni í rambyggilegu stálbúri,
sem vegur 200 kílógrömm. Við athuguðum búrið, fullvissuð-
um okkur um, að miðillinn var fjötraður við búrið bæði á
höndum og fótum og víðar og þeim fjötrum læst með lás.
Hurð búrsins var einnig rækilega læst og læsingin innsigluð
og voru á innsiglinu nöfn margra þeirra lækna, er viðstaddir
voru. Ég er því gjörsamlega sannfærður um, að engum svik-
um varð þarna við komið“.
Annar úr hópi hinna 19 lækna, dr. Elias Barbosa, prófessor
í læknisfræði, segir: