Morgunn - 01.06.1964, Side 33
Undrin að Saurum á Skaga
☆
Á vestanverðum Skaga, skammt norðan við Kálfshamars-
vík, stendur lítill bær fast niður við sjó og heitir að Saurum.
Þar búa öldruð hjón ásamt tveimur börnum sínum uppkomn-
um. Bóndinn heitir Guðmundur Einarsson, 72 ára að aldri,
en kona hans Margrét Benediktsdóttir. Börn þeirra, þau
sem enn dvelja í foreldrahúsum, heita Benedikt og Sigur-
borg. Ennfremur er þar um stundarsakir sonur þeirra hjóna,
er Björgvin heitir, og mun hann hafa komið á heimilið dag-
inn eftir að þar tóku að hefjast þau fyrirbæri, er brátt mun
verða sagt frá.
Á Saurum er gamall bær og hrörlegur. Stendur hann á
lágum sjávarkambi og ekki steinsnar af hlaðinu að fjöru-
borði. Torfþak er á bæjarhúsum og raðað á þau allstórum
grjóthellum, vafalaust til þess að varna því að torfið fjúki
af húsum í ofviðrum. Bæjarhúsin eru aðallega tvö, standa
hlið við hlið og sinn glugginn á hvorum stafni að sunnan-
verðu. Nyrzt við vesturhlið er lítið anddyri og vita dyr þess
móti suðri. Er þaðan gengið um göng til austurs þvert í
gegn um vestara húsið, sem notað er til geymslu, og komið
inn í lítið eldhús. Þar inni er eldstó, borð og bekkur og skáp-
ur allstór með hurðum fyrir, er stendur við norðurstafn.
IJr eldhúsinu er gengið til vinstri inn í litla búrkompu, en til
hægri er gengið inn í mjög lítið baðstofuhús, og er þar eitt
rúmstæði. Inn af því er aðal baðstofuhúsið, er mun vera
yngst bæjarhúsanna og stæðilegast. Þar eru rúmstæði með
hliðarveggjunum beggja megin, og dívan aftan við gafl rúms-
ins til hægri handar, þegar inn er gengið. Stendur það heima,
að lengd baðstofuhússins svarar til lengdar rúms og dívans.