Morgunn - 01.06.1964, Qupperneq 79
MORGUNN
73
Þriðja bókin, er fjallar um dulræn fyrirbæri, er Furður
sálarlífsins eftir norska sálfræðinginn Harald Schjelderup.
Hún er gefin út af Almenna bókafélaginu og eru þýðend-
urnir Gylfi Ásmundsson og Þór Edward Jakobsson. Fyrri
hluti bókarinnar f jallar einkum um hina duldu þætti í sálar-
lífi mannsins, undirvitund, drauma, dáleiðslur og fleira þess
háttar, svo og rannsóknir á þessum sviðum. 1 siðari hlutan-
um ræðir höfundur um spíritisma, sálarrannsóknir, dularfull
fyrirbæri yfirleitt og þær tilraunir, sem ýmsir sálfræðingar
hafa gert til skýringar á þeim. Bókin er greindarlega og
gætilega skrifuð. Og enda þótt sumt kunni þar að orka nokk-
uð tvímælis og maður sé ekki prófessornum að öllu leyti
sammála, er islenzkum lesendum eigi að síður góður fengur
að þessari bók.
Draumvísur eru algengt fyrirbæri hér á landi og hefur
svo verið lengi. Fjölda slíkra vísna er að finna í íslenzkum
þjóðsögum og einnig í Islendingasögunum. Framliðinn mað-
ur birtist í draumi og kveður vísu, sem dreymandinn nemur.
, — Fyrir skömmu hringdi til mín Björn Þor-
Draumvisa. . .
gnmsson 1 Reykjavik. Hann er kvæntur
Mörtu Valgerði Jónsdóttur. Eru þau hin mætustu hjón og
mörgum að góðu kunn bæði í Reykjavík og víðar. Björn
hefur verið lengi blindur. Hann er greindur vel, ern og hress
i anda, og hefur áhuga á dulrænum efnum, glöggskyggn á
margt þótt hann sjái það ekki með augunum. Marta kona
hans var að minnsta kosti fyrrum gædd miklum sálrænum
gáfum. Flutti hún merkilegt erindi um sýnir sínar og dui-
ræna reynslu á fundi Sálarrannsóknafélagsins á fyrsta
starfsári þess og birtist það árið eftir í fyrsta árgangi
Morguns.
Fyrir f jórum árum dreymdi frú Mörtu, að til hennar kæmi
frú Theodóra Thoroddsen skáldkona, er þá var látin fyrir
6 árum, en þær höfðu verið góðar vinkonur. Frú Theodóra
var glöð í bragði og kvað þessa vísu: