Morgunn - 01.06.1964, Side 23
MORGUNN
17
fór að símanum til að ná í lækni, því að hann vissi ekki, að
móðir hans hafði fallið í trans, heldur hélt, að hún væri
veik. — Hið skakka viðhorf olli því, að gamla konan féll í
djúpsvefn, sem ekki reyndist unnt að vekja hana af, fyrr en
eftir nokkrar klukkustundir. — Hún náði sér aldrei til fulls
eftir þetta.
Enda þótt þessi tilraunafundur færi með þessum hætti út
um þúfur, hefur hann þó í sér fólgna eina styrka sönnun,
andspænis þeim vantrúarmönnum, sem staðhæfa, að allt,
sem gerist á slíkum fundum, sé með einhverjum hætti und-
irbúið og falsað af þeim, sem veita þar forstöðu. — Það er
ekki unnt að halda því fram, að ávarp gömlu konunnar til
látins manns síns og hinn djúpi dásvefn hennar á eftir, hafi
verið undirbúið í blekkingarskyni. Hið skakka viðbragð son-
arins á fundinum og hinar alvarlegu afleiðingar, báru með
sér fullkomna sönnun fyrir því, að þetta kom öllum við-
stöddum á óvart.
Ég var um þessar mundir daglegur gestur í húsi því, sem
umræddur fundur átti sér stað í. — Nokkru seinna en þetta
skeði, komst ég og húsráðendurnir í samband við stúlku
með ágæta miðilshæfileika, og nú rak einn fundurinn ann-
an, og allt gekk eins og í sögu. — Sambandsaðferðin, sem
við notuðum aðallega, var glas og bókstafirnir, raðað í hring
á borði. — Því er ekki að leyna, að þessir tilraunafundir
tóku, þegar frá leið, að verða eins konar skemmtiatriði í
kvöldboðum. Nágrannar og kunningjar, sem höfðu frétt, að
opinberanir létu ekki þarna á sér standa, komu í heimsókn,
og svo var slegið upp hring umhverfis borðið. — Þessir til-
raunafundir hættu svo snögglega, vegna áskorunar, sem ég
tel að hafi komið að handan. — Þetta gerðist nokkru eftir
kvöldverðartímann. Nokkrir gestir voru komnir, sem ekki
höfðu áður verið á fundunum, en heyrt um þá talað. Stúlk-
an með miðilshæfileikana var þarna stödd, og við sem fyrir
vorum, gáfum dálítið drýgindalega í skyn við gestina, að þeir
myndu ekki hafa erindisleysu. — Síðan var setzt að borðinu.
En svo brá við í þetta sinn, að ekkert gerðist. Þó að stúlkan
2