Morgunn - 01.06.1964, Qupperneq 57
Rolf Carleson:
Þú ert aldrei einn
☆
[Höfundur þessarar greinar var hér á ferð síðastliðið sumar,
elskulegur, aldraður maður, fullur áhuga á dulrænum fyrirbær-
um. Áhugi hans á þessum málum var vakinn þegar í æsku, er
hann sat nokkra miðilsfundi á heimili foreldra sinna, en þau voru
þá búsett í Ameríku. Eftir að hann fluttist heim til Svíþjóðar,
hefur hann jafnan unnið ósleitilega að eflingu spíritismans bæði
1 Stokkhólmi og víðar. Sjálfur er hann gæddur nokkrum dulræn-
um hæfileikum og mun hafa fengizt við miðilsstörf innan sænska
sálarrannsóknafélagsins öðru hvoru].
Ég fullyrði, að spíritisminn grundvallast á staðreyndum.
Þessar staðreyndir eru: framhaldslíf eftir likamsdauðann og
samband lifandi manna við látna vini. Framhaldslíf er ekki
lengur aðeins trúaratriði né kenning vissra trúarbragða.
Það er náttúrulögmál. Hvernig sem breytni þín hefur verið
hér á jörð, átt þú framhaldslíf í vændum, og hvort sem þér
er sú tilhugsun ljúf eða leið. Þetta er staðreynd, sem þegar
er viðurkennd af fjölda vísindamanna, staðreynd, sem þó á
eftir að koma ennþá betur í ljós, er stundir líða.
Allir þeir, sem komnir eru til fullorðinsára, hafa einhvern
tíma á ævinni fundið návist dauðans. Þeir hafa orðið á bak
að sjá föður eða móður, systur eða bróður, elskuðum vini
eða litlu barni, sem þeim var harla hjartfólgið og kært. Þér
kann að hafa fundizt lífið tómlegt og þú sjálfur vera ein-
mana. Þú kannt að hafa leitað huggunar og styrks í faðmi
kirkjunnar og hún gefið þér vonina um eilíft líf.
öll vitum við, að líkamsdauðinn verður ekki umflúinn.
Og hann getur beðið eftir okkur á næsta leyti. Enginn veit
fyrir daginn né stundina. Getur þú mætt honum, þegar hann