Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 43
MORGUNN
37
nokkuð og brast í þakviðunum, en ekki fannst teljandi titr-
ingur á stofugólfinu. í geymslukompu, sem áður er getið, og
er vestan undir baðstofunni, varð einnig vart nokkurra
hreyfinga, og hrundu þar blikkdunkar og fleira dót af hillu.
I litlu stofunni noi’ðan við baðstofuhúsið tók nú einnig
að verða vart ókyrrleika. Lítill bollabakki úr blikki, sem
hékk þar á suðurvegg, hægra megin dyra inn í baðstofuna,
var sem þrifinn hvað eftir annað og honum fleygt í rúm-
stæði við norðurvegginn. f eldhúsinu varð einnig vart hreyf-
inga. Kom það meðal annars fyrir, að ýmislegt dót, sem
stóð á skápnum, sem þá var f jötraður við vegginn, fór allt af
stað, ekki þó fram af skápnum, heldur í austurátt og niður
af enda hans og í bekk, sem þar stóð við norðurvegginn.
Ennfremur varð vart hreyfinga í búrinu, en í það er inn-
angengt úr eldhúsinu. Norðurveggur þess er hlaðinn úr torfi
°g grjóti, og innan á honum eru allmargar hillur úr tré.
Nálægt miðjum vegg er hiiluröð, þar sem hillur eru hver upp
af annarri, alldjúpar, en ekki lengri en sem svarar ca. 30
sentimetrum. f þessum hillum voru diskar og ýmis ílát. Úr
einni hiilunni var öllu leirtaui hent í gólfið oftar en einu
sinni, en það sem var í hinum hillunum, bæði ofar og neðar,
haggaðist aldrei. í öðrum bæjarhúsum varð einskis ókyrr-
leika vart, og ekki heldur í peningshúsunum.
Föstudaginn 3. apríl var Margrét húsfreyja á Saurum
flutt á sjúkrahús á Blönduósi, en þangað er 50 kílómetra
vegalengd. Var hún þar í átta daga. Brá þá svo við, að allur
ókyrrleiki hætti á Saurum, og varð fólkið einskis vart á með-
an hún var að heiman. Eftir að hún kom heim, var og allt
kyrrt í nokkra daga, en þá tók aftur að bera á lítilsháttar
hreyfingum hluta, sem þó bráðlega hættu með öllu. Hefur
þar einskis orðið vart frá því seint í apríimánuði, og er von-
andi, að þar með sé undrunum að Saurum að fullu lokið.
Snemma í apríl fóru sérfræðingar með jarðskjólftamæli
°g önnur mjög næm mælitæki að Saurum og dvöldu þar um
hríð. Þeir urðu engra hræringa varir, enda var þá öllum
hreyfingujn hluta hætt um skeið, eins og áður segir.