Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Page 43

Morgunn - 01.06.1964, Page 43
MORGUNN 37 nokkuð og brast í þakviðunum, en ekki fannst teljandi titr- ingur á stofugólfinu. í geymslukompu, sem áður er getið, og er vestan undir baðstofunni, varð einnig vart nokkurra hreyfinga, og hrundu þar blikkdunkar og fleira dót af hillu. I litlu stofunni noi’ðan við baðstofuhúsið tók nú einnig að verða vart ókyrrleika. Lítill bollabakki úr blikki, sem hékk þar á suðurvegg, hægra megin dyra inn í baðstofuna, var sem þrifinn hvað eftir annað og honum fleygt í rúm- stæði við norðurvegginn. f eldhúsinu varð einnig vart hreyf- inga. Kom það meðal annars fyrir, að ýmislegt dót, sem stóð á skápnum, sem þá var f jötraður við vegginn, fór allt af stað, ekki þó fram af skápnum, heldur í austurátt og niður af enda hans og í bekk, sem þar stóð við norðurvegginn. Ennfremur varð vart hreyfinga í búrinu, en í það er inn- angengt úr eldhúsinu. Norðurveggur þess er hlaðinn úr torfi °g grjóti, og innan á honum eru allmargar hillur úr tré. Nálægt miðjum vegg er hiiluröð, þar sem hillur eru hver upp af annarri, alldjúpar, en ekki lengri en sem svarar ca. 30 sentimetrum. f þessum hillum voru diskar og ýmis ílát. Úr einni hiilunni var öllu leirtaui hent í gólfið oftar en einu sinni, en það sem var í hinum hillunum, bæði ofar og neðar, haggaðist aldrei. í öðrum bæjarhúsum varð einskis ókyrr- leika vart, og ekki heldur í peningshúsunum. Föstudaginn 3. apríl var Margrét húsfreyja á Saurum flutt á sjúkrahús á Blönduósi, en þangað er 50 kílómetra vegalengd. Var hún þar í átta daga. Brá þá svo við, að allur ókyrrleiki hætti á Saurum, og varð fólkið einskis vart á með- an hún var að heiman. Eftir að hún kom heim, var og allt kyrrt í nokkra daga, en þá tók aftur að bera á lítilsháttar hreyfingum hluta, sem þó bráðlega hættu með öllu. Hefur þar einskis orðið vart frá því seint í apríimánuði, og er von- andi, að þar með sé undrunum að Saurum að fullu lokið. Snemma í apríl fóru sérfræðingar með jarðskjólftamæli °g önnur mjög næm mælitæki að Saurum og dvöldu þar um hríð. Þeir urðu engra hræringa varir, enda var þá öllum hreyfingujn hluta hætt um skeið, eins og áður segir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.