Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 48

Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 48
42 MORGUNN hindranir, sem valda því, að fljótið streymir fram? Er tog- reipið aðeins til þess að binda bátinn við land? Er það ekki líka til þess að draga hann áfram? Framvinda veraldarinnar á sér sín takmörk, annars væri hún ekki til. En tilgangur hennar er ekki takmörkunin, sem heftir hana, heldur hreyfingin, sem stefnir til fullkomnunar. Það, sem undrun vekur, er ekki það að til skuli vera hindr- anir og þjáningar í þessum heimi, heldur hitt, að þar skuli ríkja skipuleg lögmál, fegurð og unaður, góðvild og kær- leikur. Guðshugmyndin, sem mönnunum er í eðlið borin, er þó dá- samlegust allra dásemda. Innst í djúpum sálar sinnar finn- ur maðurinn, að það, sem sýnist ófullkomið, er eigi að síður birting hins fullkomna, á sama hátt og sá, sem hefur söng- eyra greinir fullkomnun lagsins, enda þótt hann í raun og veru heyri aðeins mismunandi röð tóna. Maðurinn hefur komizt að raun um það, enda þótt það láti í eyrum eins og þversögn, að hið takmarkaða er ekki læst og bundið innan takmarkana sinna, heldur er það á sífelldri hreyfingu og leysir sig um leið smátt og smátt úr viðjum takmarkana sinna. 1 raun og sannleika er ófullkomieikinn ekki afneitun fullkomnunarinnar né heldur hið stundlega andstæða þess eilífa, heldur hitt, að fullkomnunin birtist í brotum og eilífð- in opinberast innan takmarka. Hið algilda birtist sannast í einstaklingnum. Fegurðin er algild, en rósin opinberar hana í sinni sérstöku fegurð, vegna þess að hún er fögur rós. Með því að sjóða saman í eitt fegurð rósarinnar, jasmínunnar og lótusblómsins, tekst þér ekki að fá einhverja meiri fegurð, er kalla mætti alfegurð allra blóma. Hið algilda öðlumst við ekki með því að brjóta niður okkar eigin hús, heldur með hinu, að bjóða þangað hina góðu gesti velkomna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.