Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 48
42
MORGUNN
hindranir, sem valda því, að fljótið streymir fram? Er tog-
reipið aðeins til þess að binda bátinn við land? Er það ekki
líka til þess að draga hann áfram?
Framvinda veraldarinnar á sér sín takmörk, annars væri
hún ekki til. En tilgangur hennar er ekki takmörkunin, sem
heftir hana, heldur hreyfingin, sem stefnir til fullkomnunar.
Það, sem undrun vekur, er ekki það að til skuli vera hindr-
anir og þjáningar í þessum heimi, heldur hitt, að þar skuli
ríkja skipuleg lögmál, fegurð og unaður, góðvild og kær-
leikur.
Guðshugmyndin, sem mönnunum er í eðlið borin, er þó dá-
samlegust allra dásemda. Innst í djúpum sálar sinnar finn-
ur maðurinn, að það, sem sýnist ófullkomið, er eigi að síður
birting hins fullkomna, á sama hátt og sá, sem hefur söng-
eyra greinir fullkomnun lagsins, enda þótt hann í raun og
veru heyri aðeins mismunandi röð tóna. Maðurinn hefur
komizt að raun um það, enda þótt það láti í eyrum eins og
þversögn, að hið takmarkaða er ekki læst og bundið innan
takmarkana sinna, heldur er það á sífelldri hreyfingu og
leysir sig um leið smátt og smátt úr viðjum takmarkana
sinna. 1 raun og sannleika er ófullkomieikinn ekki afneitun
fullkomnunarinnar né heldur hið stundlega andstæða þess
eilífa, heldur hitt, að fullkomnunin birtist í brotum og eilífð-
in opinberast innan takmarka.
Hið algilda birtist sannast í einstaklingnum. Fegurðin er
algild, en rósin opinberar hana í sinni sérstöku fegurð, vegna
þess að hún er fögur rós. Með því að sjóða saman í eitt fegurð
rósarinnar, jasmínunnar og lótusblómsins, tekst þér ekki að
fá einhverja meiri fegurð, er kalla mætti alfegurð allra
blóma. Hið algilda öðlumst við ekki með því að brjóta niður
okkar eigin hús, heldur með hinu, að bjóða þangað hina góðu
gesti velkomna.