Morgunn - 01.06.1964, Side 65
MORGUNN
59
byrðingur, byggður upp úr gömlum mótorbáti. Var ferðinni
heitið til Seyðisfjarðar, og ætiuðu bátverjar að dveljast
heima hjá sér um páskana. Bátinn hlóðu þeir saltfiski.
Á „Seyðfirðingi" var fjögurra manna áhöfn og að auki
fjórir menn, sem unnu við útgerð skipsins. Níundi maður
á bátnum var einn af starfsfélögum Magnúsar við útgerð
,,Þórs“. Allir voru þetta Seyðfirðingar á heimleið. Veður var
stillt og bjart, en nokkurt frost.
Segir nú ekki af ferðum þeirra. En um morguninn fundu
menn, sem reru á trillubát frá Stöðvarfirði, sex lík á floti
skammt undan Kambanesi. Flutu þau á björgunarbeltum
og bjarghringum. Ennfremur fundu þeir siglutré af báti og
sýnilegt, að það hafði verið viljandi losað úr bátnum, og
skilinn eftir einn vanturinn við það. Sáu finnendurnir þegar,
að hér hafði sjóslys mjög nýlega skeð, því sum líkanna voru
ekki fyllilega kólnuð. Fóru þeir hið bráðasta í land með
líkin. Voru reyndar lífgunartilraunir, en þær báru ekki
árangur. Síðan var gengið á fjörur og fannst þá sjöunda
líkið. Tvö fundust aldrei.
Þessi urðu afdrif „Seyðfirðings". Hann fórst með allri
áhöfn í blíðskaparveðri, logni og sólskini. Enginn veit um
orsök þessa sorglega slyss. En gizkað var á, að bátinn hefði
borið upp á sker, því að þarna er viða grunnsævi, straum-
þungt og vandratað. Aðrir gátu þess til, að hann hefði siglt
á rekald i sjónum, eða að vélin hefði brotið gat á bátinn. En
ljóst er, að aðdragandi hefur verið nokkur áður en skipið
sökk, og bátshöfnin fengið tíma til að spenna á sig björg-
unarbelti og losa sigluna, og hafa þessir ógæfusömu far-
menn ætlað að bjargast á henni til lands.
Samdægurs var vélbátur sendur með líkin til Seyðisf jarð-
ar. Lagði hann að bryggju þeirri, er Magnús sá i draumn-
um nóttina áður en slysið varð. Voru þau öll sjö borin upp
bryggjuna og inn í húsið hina sömu leið og selirnir sjö
höfðu farið.
Rúmum tveim árum eftir þennan atburð, eða hinn 7. nóv-
ember 1926, vorum við Magnús að dreifa sauðataði á völl á