Morgunn - 01.06.1964, Side 36
30
MORGUNN
Síðar í kvöld átti ég símtal við Saura, og skýrði Sigur-
borg mér þá frá því, að fyrirbæranna hefði orðið vart þrisv-
ar eftir að við fórum. Var hér um að ræða borðið í eldhúsi,
sem hreyfðist tvisvar og einu sinni boi’ðið í stofu“.
Þórður heldur áfram og segir:
„Ég tel það alveg útilokað, að hér geti verið um að ræða
venjulegar jarðhræringar. Ekkert hefur hreyfzt af munum
á bænum, nema umrædd tvö boi'ð og stóllinn í stofu, sem
brotnaði.
Fólkið á bænum var að vonum óttaslegið vegna þessara
yfirnáttúrlegu atburða, sem engin skýring hefur fundizt á.
Björgvin, sonur þeirra hjóna, er nú kominn að Saurum og
hyggst verða þar eitthvað, á meðan á þessu gengur“.
Næstu sólarhringa hélt hreyfingum húsmuna enn áfram
öðru hvoru. Þann 20. marz kl. 2.30 var dóttir hjónanna
stödd í eldhúsinu. Vissi hún þá ekki fyrri til en stór skápur,
sem stendur við norðurvegg eldhússins, tók að hreyfast og
virtist ætla að falla fram á gólfið. Varð henni fyrst fyrir að
grípa lítið útvarpstæki, sem stóð uppi á skápnum, til þess að
bjarga því frá eyðileggingu. Skipti síðan engum togum, að
skápurinn féll fram á gólfið. Enginn var staddur í eldhúsinu,
þegar þetta gerðist, nema stúlkan. Húsfreyjan var inni í
baðstofuhúsinu að tala í síma.
Þessi atburður endurtókst með svipuðum hætti morgun-
inn eftir (21. marz) um kl. 9.30. Húsfreyjan og Björgvin
sonur hennar voru þá stödd í næsta herbergi og heyrðu há-
vaðann, er skápurinn datt. Þau þutu fram í eldhúsið, og lá
hann þá flatur á gólfinu. Þegar þetta gerðist, var dóttir
hjónanna, Sigurborg, fyrir skömmu farin af stað að heiman
áleiðis til Reykjavíkur.
Eftir að fréttir tóku að berast af þessum furðulegu at-
burðum, tók fólk að flykkjast heim að Saurum, ekki að eins
úr nágrenninu, heldur og úr Reykjavík, og þá einkum blaða-
menn og ljósmyndarar. Hafði heimilisfólkið lítinn frið fyrir
forvitnum ferðalöngum, og síminn hringdi stanzlaust frá
morgni til kvölds. Allt þetta olli fólkinu meiri óþægindum