Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Qupperneq 36

Morgunn - 01.06.1964, Qupperneq 36
30 MORGUNN Síðar í kvöld átti ég símtal við Saura, og skýrði Sigur- borg mér þá frá því, að fyrirbæranna hefði orðið vart þrisv- ar eftir að við fórum. Var hér um að ræða borðið í eldhúsi, sem hreyfðist tvisvar og einu sinni boi’ðið í stofu“. Þórður heldur áfram og segir: „Ég tel það alveg útilokað, að hér geti verið um að ræða venjulegar jarðhræringar. Ekkert hefur hreyfzt af munum á bænum, nema umrædd tvö boi'ð og stóllinn í stofu, sem brotnaði. Fólkið á bænum var að vonum óttaslegið vegna þessara yfirnáttúrlegu atburða, sem engin skýring hefur fundizt á. Björgvin, sonur þeirra hjóna, er nú kominn að Saurum og hyggst verða þar eitthvað, á meðan á þessu gengur“. Næstu sólarhringa hélt hreyfingum húsmuna enn áfram öðru hvoru. Þann 20. marz kl. 2.30 var dóttir hjónanna stödd í eldhúsinu. Vissi hún þá ekki fyrri til en stór skápur, sem stendur við norðurvegg eldhússins, tók að hreyfast og virtist ætla að falla fram á gólfið. Varð henni fyrst fyrir að grípa lítið útvarpstæki, sem stóð uppi á skápnum, til þess að bjarga því frá eyðileggingu. Skipti síðan engum togum, að skápurinn féll fram á gólfið. Enginn var staddur í eldhúsinu, þegar þetta gerðist, nema stúlkan. Húsfreyjan var inni í baðstofuhúsinu að tala í síma. Þessi atburður endurtókst með svipuðum hætti morgun- inn eftir (21. marz) um kl. 9.30. Húsfreyjan og Björgvin sonur hennar voru þá stödd í næsta herbergi og heyrðu há- vaðann, er skápurinn datt. Þau þutu fram í eldhúsið, og lá hann þá flatur á gólfinu. Þegar þetta gerðist, var dóttir hjónanna, Sigurborg, fyrir skömmu farin af stað að heiman áleiðis til Reykjavíkur. Eftir að fréttir tóku að berast af þessum furðulegu at- burðum, tók fólk að flykkjast heim að Saurum, ekki að eins úr nágrenninu, heldur og úr Reykjavík, og þá einkum blaða- menn og ljósmyndarar. Hafði heimilisfólkið lítinn frið fyrir forvitnum ferðalöngum, og síminn hringdi stanzlaust frá morgni til kvölds. Allt þetta olli fólkinu meiri óþægindum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Morgunn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.