Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 81
MORGUNN
75
varð kunnugt um slíka viðburði fyrr en iöngu eftir að þeir
voru um garð gengnir.
Ekki er vafamál, að hér á iandi gerast árlega margháttuð
dularfull fyrirbæri, sem aldrei er haft orð á, nema þá í þröng-
um kunningjahópi, og Sálarrannsóknafélagið hér fær aldrei
neitt um að vita, eða því berast af þeim óljósar fréttir ekki
fyrr en seint og síðarmeir, og svo langt um liðið, að hvorki
er unnt að afla áreiðanlegra skýrslna né koma nokkurri
rannsókn við.
Af þessum sökum eru það vinsamleg tilmæli mín til allra
þeirra, sem telja sig verða votta að merkum, dularfullum
fyrirbærum eða orðið hafa sjálfir fyrir einkennilegri reynslu
á þeim sviðum, að þeir ekki aðeins skrifi slíkar frásagnir
jafnótt hjá sér, heldur sendi þær ritstjóra Morguns, sem
mundi verða mjög þakklátur fyrir að fá þær í hendur. Jafn-
framt leyfi ég mér að mælast til þess að fá að birta úrval
slíkra sagna í Morgni, eftir því sem hið takmarkaða rúm
tímaritsins leyfir. En þótt ekki verði unnt að birta nema til-
tölulega fátt, er það eigi að síður mikils virði, að frásagn-
irnar geymist í vörzlu Sálarrannsóknafélagsins og bjargist
þannig frá glötun. Á þann hátt mundi félagið smátt og smátt
eignast verðmætt safn, sem gæti orðið þvi málefni, sem það
berst fyrir, að ómetanlegu liði.
Séra Guðmundur Sveinsson skólastjóri i Bifröst flutti um
daginn tvö athyglisverð erindi í ríkisútvarpið um rússneska
spekinginn Pitirim Sorokin, sem dvalið hefur í Bandaríkjun-
um síðan 1923 og gegnt þar prófessorsstörfum lengst af við
Harvard háskólann, og nú er orðinn gamall maður, en þó
sístarfandi. Siðan 1948 hefur hann veitt
sérstakri stofnun forstöðu við Harvard
háskólann, er hefur það verkefni að
Framtíð
menningarinnar.
rannsaka gildi og áhrif skapandi góðvildar meðal einstakl-
inga og þjóða.
Prófessor Sorokin hefur gefið út fjölda bóka um þjóð-
félags- og menningarmál, er vakið hafa alheimsathygli. Og