Morgunn - 01.06.1964, Page 15
MORGUNN
9
Nú mætti hugsa sér tvo möguleika: 1. Að undirvitund
hvers einstaklings sé afmörkuð þannig, að hún geymi að-
eins þær skynjanir, reynslu og áhrif, sem hann hefur sjálfur
orðið fyrir á lífsleiðinni. 2. Að undirvitundin sé ein og
ópersónuleg. Hún sé ekki annað en samsafn allra skynjana,
allrar reynslu, allra áhrifa, sem mannkynið hefur orðið fyrir
frá upphafi vega.
Ef hið fyrra er rétt, hvað mundi það þá vera, sem leið-
beinir undirvitund miðilsins aldeilis hiklaust inn í undirvit-
undir annarra lifandi manna og oft fjarstaddra og margra í
senn, til þess að viða að sér efni í þá framliðnu persónu, sem
hann er að segja frá hverju sinni, og lætur honum takast
það svo snilldarlega, að viðstaddir þekkja hana?
Ef hins vegar undirvitundin er hinn mikli hafsjór, þar
sem öll atvik og allar minningar allra manna, lifandi og
dauðra, eru á sveimi, hvernig á þá aumingja miðillinn að
kafa í þetta mikla djúp og sækja þangað í einu vetfangi
samstæðar lýsingar og minningar einhvers nafngreinds, lát-
ins manns og bera þær síðan snoturlega og rétt raðaðar á
borð fyrir fundargestina?
Nei. Svona skýringar og bollaleggingar nægja ekki til þess
að skýra hin dulrænu fyrirbæri, og það tekur enginn mark á
þeim í alvöru, sem ekki er heldur von.
Loks hafa andstæðingarnir gripið til venjulegra fjarhrifa
sem skýringar á dulrænum fyrirbærum. Virðist það óneit-
anlega vera nokkuð beiskur biti að kyngja fyrir hina gall-
hörðu fylgjendur efnishyggjunnar, að ekki sé meira sagt.
Og raunar er þetta einnig að seilast um hurðina til iokunn-
ar, að minnsta kosti að því er alla þá snertir, sem enn þver-
skallast við að viðurkenna að nokkur f jarhrif eigi sér stað.
En sleppum því. Reynt er að halda því fram, að miðlar og
aðrir dulgáfaðir menn sæki fyrir fjarhrif og hugsanaflutn-
ing vitneskju án aðstoðar skynfæranna í huga eða heila
annarra lifandi manna bæði nærstaddra og fjarstaddra,
eftir því sem þörfin krefur hverju sinni. Hitt, að þar sé um
samband við framliðna að ræða, sé því aðeins hugarburður