Morgunn - 01.06.1964, Blaðsíða 29
MORGUNN
23
ur nú — svo að segja við hvers manns dyr — af óhrekjandi
sönnunum um framhaldslífið — ef menn vildu bara sinna
þeim — hljótum við að furða okkur á því, að enn skuli vera
um allar jarðir svo mikill fjöldi af fólki, sem ýmist er í vafa
um málið, eða hallast eindregið að því, að ekkert framhalds-
líf sé til. — Ég held, að þessi mikla tregða stafi meðal ann-
ars af því, hve ófúsir margir eru á að verja við og við ein-
hverju af frístundum sínum til að reyna að gera sér grein
fyrir sinni eigin veru og hinu dularfulla sambandi hennar
við umhverfið — og jafnframt að hugleiða, að í skynheimi
okkar er ekki allt sem sýnist.
-----Þið hafið tekið eftir, að ein af sterkustu rótunum
undir vantrú margra á framhaldslífið er sú, að þeir telja
svo afar ólíklegt að það geti verið til, úr því að skynfæri
okkar nái ekki til þess. Þegar þessu fólki eru sagðar sögur
af fyrirbærum eins og þeim, sem ég hef nú greint frá, segir
það annað hvort, að þetta sé bláber ósannindi, eða sjálfs-
blekkingar af einhverju tagi. — Ég hef reynt að spyrja svona
fólk, hvort tröllatrú þess á algerlega tæmandi vitneskju
hinna venjulegu skynfæra mannsins um tilveruna, bíði eng-
an hnekki við það, að þeir leiði hugann að fólki, sem vantar
eitthvað af skynfærunum — t. d. fæðist blint eða heyrnar-
laust eða hvorutveggja. Eru ekki uppistöður kveldroðans
og norðurljósanna til eins fyrir því, þó að þeir blindu skynji
þær ekki? Og er ekki níunda hljómkviða Beethovens til eins
fyrir því, þó að fólk, sem vantar heyrnina, geti ekki notið
hennar? — Það er til urmull af dýrum, sem hafa hvorki
sjón né heyrn. Dettur nokkrum sjáandi og heyrandi manni
í hug að segja, að jarðlífstilveran sé eins og hún birtist þess-
um dýrum? — Er ekki deginum ljósara, að það sem á stend-
ur, snertandi framhaldslífið, er ekki meira líf og fleiri til-
verusvið, heldur ný skynfæri, til að skynja það líf og þá til-
veru? — Svona spurningar geta í bili komið hiki á þá van-
trúuðu, en það líður sjaldnast á löngu, áður en þeir komast
aftur á gömlu linuna.
-----önnur veigamikil rót undir vantrú margra á fram-