Morgunn


Morgunn - 01.06.1964, Side 79

Morgunn - 01.06.1964, Side 79
MORGUNN 73 Þriðja bókin, er fjallar um dulræn fyrirbæri, er Furður sálarlífsins eftir norska sálfræðinginn Harald Schjelderup. Hún er gefin út af Almenna bókafélaginu og eru þýðend- urnir Gylfi Ásmundsson og Þór Edward Jakobsson. Fyrri hluti bókarinnar f jallar einkum um hina duldu þætti í sálar- lífi mannsins, undirvitund, drauma, dáleiðslur og fleira þess háttar, svo og rannsóknir á þessum sviðum. 1 siðari hlutan- um ræðir höfundur um spíritisma, sálarrannsóknir, dularfull fyrirbæri yfirleitt og þær tilraunir, sem ýmsir sálfræðingar hafa gert til skýringar á þeim. Bókin er greindarlega og gætilega skrifuð. Og enda þótt sumt kunni þar að orka nokk- uð tvímælis og maður sé ekki prófessornum að öllu leyti sammála, er islenzkum lesendum eigi að síður góður fengur að þessari bók. Draumvísur eru algengt fyrirbæri hér á landi og hefur svo verið lengi. Fjölda slíkra vísna er að finna í íslenzkum þjóðsögum og einnig í Islendingasögunum. Framliðinn mað- ur birtist í draumi og kveður vísu, sem dreymandinn nemur. , — Fyrir skömmu hringdi til mín Björn Þor- Draumvisa. . . gnmsson 1 Reykjavik. Hann er kvæntur Mörtu Valgerði Jónsdóttur. Eru þau hin mætustu hjón og mörgum að góðu kunn bæði í Reykjavík og víðar. Björn hefur verið lengi blindur. Hann er greindur vel, ern og hress i anda, og hefur áhuga á dulrænum efnum, glöggskyggn á margt þótt hann sjái það ekki með augunum. Marta kona hans var að minnsta kosti fyrrum gædd miklum sálrænum gáfum. Flutti hún merkilegt erindi um sýnir sínar og dui- ræna reynslu á fundi Sálarrannsóknafélagsins á fyrsta starfsári þess og birtist það árið eftir í fyrsta árgangi Morguns. Fyrir f jórum árum dreymdi frú Mörtu, að til hennar kæmi frú Theodóra Thoroddsen skáldkona, er þá var látin fyrir 6 árum, en þær höfðu verið góðar vinkonur. Frú Theodóra var glöð í bragði og kvað þessa vísu:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.