Morgunn


Morgunn - 01.12.1965, Page 20

Morgunn - 01.12.1965, Page 20
98 MORGUNN anir og trú og hugmyndir, sem eru hver upp á móti annarri. 1 þessu sambandi nægir að benda á nokkur aðkallandi heimsvandamál líðandi stundar. Hver á að vera afstaða okk- ar gagnvart sigruðum þjóðum? Gagnvart heimilislausu og landflótta fólki? Gagnvart þjóðernisminnihlutum? Gagn- vart keppinautum í alþjóðaviðskiptum eða verzlun yfirleitt? Gagnvart verkalýð og vinnuveitendum, atvinnuleysinu, af- brotamönnum eða hinum vanþróuðu löndum og sveltandi þjóðum eða gagnvart örbirgð og skorti meðal okkar eigin samborgara? Enginn veit hin réttu eða óyggjandi svör við þessum og þvilíkum spurningum. Framkoma okkar gagn- vart þessu fólki og þessum vandamálum mótast af því, sem hver og einn hefur mesta trú á hverju sinni. En slík trú er í grundvallaratriðum öll á ringulreið, og eitt rekur sig þar á annars horn. Hvaða læknir getur verið öruggur um það, hvaða með- ferð á við sjúkling, ef hann veit ekki hvað að honum gengur? Hvaða vélstjóri mundi fást til þess að stjórna vél, sem hann veit engin skil á? Og er ekki óhjákvæmilegt að kunna eitt- hvert skyn á mannlegu eðli yfirleitt, áður en við felum ein- staklingnum hin ábyrgðarmestu störf? En um þetta erum við enn harla fákunnandi, og sitt sýnist þar hverjum. Þjóðfélagsstofnanir okkar eru grundvallaðar á því, að maðurinn sé fyrst og fremst sál eða andi. Sálarfræði nú- tímans er hins vegar reist á þeirri skoðun, að heilinn sé öllu ráðandi. En á milli þessara skoðana er regindjúp staðfest. I menningu okkar gætir þess yfirleitt, til dæmis, að manns- sálin sé nægilega frábrugðin efnislíkamanum til þess, að maðurinn hafi „frjálsan vilja“. En slíkt frjálsræði hlýtur að hafa það í för með sér, að sálin lúti alveg sérstökum lög- málum og láti því eícki stjórnast af efnislögmálum likamans og efnisheimsins, að minnsta kosti ekki nema að nokkru leyti. Þessi óumbreytanlegu lögmál hins vélgenga heims gefi því andanum frelsi til sjálfstæðra ákvarðana og starfa. En sú skoðun, sem nútíma sálarfræði aðhyllist, gefur andan- um hins vegar ekkert svigrúm til frelsis, heldur er þar allt
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.