Morgunn - 01.06.1966, Page 8
2
MORGUNN
nálægt svona málum, og þeir mundu verða settir af, ef þeir
gerðu það.“
,,Jæja,“ sagði ég. „Þá er komið að mér að verða hissa!
Trúa þeir þá ekki á annað líf, fyrst þeir vilja ekkert um
það vita?“
„Jú, mikil ósköp,“ sagði stúlkan. „En við höfum Biblíuna
og þess vegna er syndsamlegt að vera með svona kukl. Og í
Biblíunni segir, að það sé bannað, að leita frétta af fram-
liðnum.“
Nú fór ég að kannast við röksemdirnar frá Innri missión-
inni dönsku, og bjóst ég við, að lítið mundi þýða að reyna að
upplýsa svona fólk, sem þaulræktað er í kreddutrú frá blautu
barnsbeini, enda hef ég aldrei hlustað á annan eins barna-
skap og þann, sem heyra mátti í Biblíu-lestrartímum þarna
á fundinum. Sagði ég við prestsdótturina í gamni, að Islénd-
ingar hefðu löngum þótt blendnir í trúnni, og svo harðsvír-
aðir væru þeir, að hvorki teldu þeir sér skylt að taka Gyð-
inga né Dani sér til fyrirmyndar í sáluhjálparefnum. Þeir
létu sér nægja það, að reyna að sníða kristindóm sinn eftir
orðum meistarans sjálfs, eftir því sem þeir skildu þau, og
aldrei hafi hann bannað lærisveinum sínum að fást við sálar-
rannsóknir. Væri þess og getið í guðspjöllunum, að Kristur
sjálfur hafi átt samtal við framliðna menn, og af því ekki
sjáanlegt, að hann hefði talið það mikla synd. En kannske
vissu danskir prestar betur?
Blessuð stúlkan horfði á mig eins og eitthvert veraldar-
undur, og hristi svo höfuðið yfir guðleysi mínu.
Það er algengt að hitta fólk utan lands, jafnvel á kirkju-
þingum, sem heldur það stóra synd að gefa sig við sálarrann-
sóknum, og í sama streng hafa ýmsir sérkredduflokkar hér
á landi tekið, einkum þeir, sem saman standa að miklu leyti
af fáfræðingum. En íslenzka kirkjan hefur yfirleitt, að m. k.
til skamms tíma, verið málinu hlynnt og ekki kunnað að
hræðast neinar rannsóknir né þekkingu sem betur fer, hvað
sem seinna verður. Væri þá líka þeim konunginum illa þjón-
að, sem sagði: „Til þess er ég fæddur og til þess kom ég í