Morgunn - 01.06.1966, Page 11
MORGUNN
5
halda sér síðan heima 33 daga. Hún skal ekkert heilagt
snerta, og eigi inn í helgidóminn koma, fyrr en hreinsunar-
dagar hennar eru úti. En ef hún fæðir meybarn, þá skal hún
vera óhrein í hálfan mánuð og halda sér heima í sextíu daga.
En þegar hreinsunardagar hennar eru úti, skal hún færa
prestinum sauðkind veturgamla að brennifórn, og skal hann
bera fórnina fram fyrir Jahve og friðþægja fyrir hana, og
er hún þá fyrst hrein af blóðlátum sínum.
Nú spyr ég: Dettur nokkrum lifandi manni í gervallri
kristninni í hug að fara eftir boðorði eins og þessu eða öðr-
um líkum úr Móselögum eða telja þau gildandi enn þann dag
í dag? Og hví þá að halda hinni kreddunni frekar til streitu?
Það var venja við lagasetningar hjá frumstæðum þjóðum
að eigna guðunum lögin til þess að meiri líkur væm fyrir, að
menn færu eftir þeim. En öll þessi glórulausa tilvitnun í Biblí-
una þvers og langs, gerð af engum skilningi, var úrelt þegar
í byrjun kristindómsins. Móselög gilda ekki á Islandi í dag.
Jesús sjálfur tók mjög frjálslega afstöðu gagnvart þeim.
Móðgun gegn trúnni.
Þá vil ég aðeins drepa á þau ummæli sálfræðings nokkurs,
sem skrifaði í eitt Reykjavíkurblaðanna fyrir nokkru, að
sálarrannsóknir væri „móðgun við trúna.“ Skárri er það
nú spekin!
Hugmynd hans um trú er auðsjáanlega sú, að trú sé eink-
um í því fólgin að játa því og samþykkja í blindni hugsunar-
laust, sem mönnum hefur kennt verið, kennisetningum mót-
uðum af skilningi eða misskilningi löngu liðinna manna, sem
hættar eru að vera lifandi sannleikur og em ekki orðnar ann-
að í vitundinni en hljómandi málmur og hvellandi bjalla.
Gallinn við þetta er nú fyrst og fremst sá, að varla nokkur
maður getur trúað þannig (nema þá helzt einhverjir and-
legir bjálfar). Menn geta játað slíkum kennisetningum og