Morgunn


Morgunn - 01.06.1966, Blaðsíða 15

Morgunn - 01.06.1966, Blaðsíða 15
MORGUNN 9 fyrir því, að líkami Jesú hefði risið upp úr gröfinni, og var kennisetningin um upprisu holdsins á þessu byggð. Einnig er frá því skýrt í Matth. (27, 52), að líkamir margra dá- inna manna hafi risið upp úr gröfum sínum, gengið inn í Jerúsalem og birzt þar mörgum. En þessi hugmynd er auð- sjáanlega sprottin af sömu ástæðu, nefnilega þeirri, að Gyð- ingar gátu ekki á þessum tímum hugsað sér upprisu nema í holdi, enda þekktu þeir lítið til fyrirbrigða af þessu tagi. Nú mundu sálarrannsóknarmenn hins vegar ekki telja það ólíklegt, að framliðnir menn gætu byggt sig upp þannig, að þeir séu áþreifanlegir, og þarf því ekki á sögunni um tómu gröfina að halda til að skýra upprisuna, enda yrði þá sagan um himnaför hins jarðneska líkama alltaf vandræðaleg í andrúmslofti heimsmyndar nútímans. Slíkar sögur geta að- eins orðið til á tímum, þegar menn halda, að himinninn sé bara nokkur hundruð metnjm ofan við jörðina, og að þar búi guð og englarnir. Menn sem hins vegar eru handgengnir nútímaþekkingu um alheiminn, gætu ekki trúað þeirri hug- mynd, að Jesús hefði stigið í jarðneskum líkama til himins. Þetta sýnir hvernig trúarhugmyndirnar verða að breytast með breyttri heimsmynd, annars missa þær áhrifavald sitt. Einmitt sálarrannsóknirnar gera oss fært að trúa uppris- unni og himnaförinni, það er að segja, að Jesús hafi birzt lærisveinum sínum, talað við þá og jafnvel látið þá þreifa á sér, og ský hafi síðan numið hann frá augum þeirra, er hann aflíkamast. Sagan verður í kjarnanum hin sama, en útskýr- ingin önnur. Hún hefur jafnt trúarlegt gildi. Duglegasti kristniboðinn eftir daga Jesú var þó ekki úr flokki lærisveina hans, heldur Páll frá Tarsus, sem ofsótt hafði kristna menn, unz Jesús sjálfur birtist honum á veg- inum til Damaskus og kvaddi hann til fylgdar við sig, eins og segir í 9. kafla Postulasögunnar. Enginn af fylgdarmönn- um hans sá þó Jesúm, og virðist mega af því ráða, að hann hafi a. m. k. þá ekki verið í jarðneskum líkama. En eftir það talar Páll um Drottin sem andann, er vitjar hans marg sinn- is og stjórnar ferðum hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.