Morgunn


Morgunn - 01.06.1966, Page 17

Morgunn - 01.06.1966, Page 17
MORGUNN 11 þar sem ríki guðs eða Krists sé að koma. Menn virðast hafa haldið, að andagáfurnar fylgdu yfirleitt skírninni og menn yrðu þannig með einhverjum hætti hluttakandi í hinu æðra vitundarstigi Krists. Þó er það auðséð, að fleiri andar hafa kvatt sér hljóðs á fundunum en þeir, sem Kristi fylgdu, svo að nauðsynlegt þótti að prófa andann (I. Jóh. 4,1). Til dæm- is hefur það komið fyrir í Korinthusöfnuðinum, að andar hafa formælt Jesú, og segir því Páll, að einungis þeir andar, sem segi Drottinn Jesús, séu frá Guði. Af þessu er auðsætt, að frumsöfnuðirnir í kristninni höfðu ekki þá skoðun, sem sumir trúaðir menn þykjast nú hafa af vanþekkingu, að allir andar séu frá hinum illa, og að safn- aðarsamkomur hinna fyrstu kristnu manna hafa um margt verið nauðalíkar miðilsfundum. Andamennirnir, sem Páll talar um í Kor., hafa efalaust verið það, sem nú er nefnt miðlar. Sjálfur talar liann tungum og hefur séð sýnir marg- sinnis, tekið á móti fyrirskipunum frá verum annars heims. Spámennirnir og lækningakraftaverkamennirnir voru miðl- ar, er töluðu í hrifningarástandi eða transi, eins og það er nú kallað. Og hið sama átti sér auðvitað stað um spámenn Gamla testamentisins, völvurnar í Delphi og okkar fornu spákonur. Allt þetta fólk hefur talið sig innblásið af goð- mögnum annars heims, er töluðu af vörum þess. Vér sjáum af þessu, að öll trúarbrögð, og þá ekki sízt kristindómurinn, eru sprottin upp úr jarðvegi sálrænna fyrirbrigða, og hvað er þá eðlilegra og nauðsynlegra en að kristin kirkja leggi al- úð við að rannsaka þessi fyrirbrigði og mynda sér sem rétt- asta hugmynd um þau? Skynjun af öðrum lieimi? Ef þessi fyrirbrigði eru skynjun af öðrum heimi, sem þau sjálf hafa ávallt haldið fram, hvernig mætti það þá vera til styrkingar trúnni, að hætta að gefa þeim gaum og stimpla þau án allar athugunar hégóma einn og blekkingu? Ég er viss um, að hvar sem þessar vitranir hverfa, doðna trúar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.