Morgunn - 01.06.1966, Síða 21
Raynor C. Johnson:
Lifum vér líkamsdauðann?
☆
Þessi ritgerð er tekin úr merkilegri bók eftir merkan mann. Bókin
heitir á frummáli: A Réligious Outlook for Modern Man: Trúarviðhorf
nútímamanns, og höfundur er eðlisfræðingur, háskólakennari í Mel-
bourne i Ástralíu. Snæbjörn Jónsson skrifaði á liðnu ári um þessa bók
í dagblaðinu Vísi, og hef ég getið hennar í prédikunum. Víðkunnasti
predikari Breta nú, dr. L. Weatherhead, skrifaði formála að bókinni,
þótt ekki sé hann höfundi sammála um allt, t. d. skoðanir hans á Kristi.
Þar er klerkurinn kirkjukenningunni nær en eðlisfræðingurinn. Próf.
Raynor G. Johnson hefur skrifað aðrar bækur i líkum anda og þessa.
“The Imprisoned Splendour“ mun þeirra kunnust, en við gátur lifs og
dauða hefur höfundur glímt um áratugi. Hann er varfærinn í fullyrð-
ingum, lærður í mörgum greinum og ritar ljóst. Ég vænti þess, að les-
endur Morguns hafi gagn og gleði af að lesa þennan kafla úr síðustu
bók hins ágæta manns. Jón AuÖuns.
Ég held að allir menn lifi þær stundir, að spurningin um
líf að baki líkamsdauðans knýr dyra hjá þeim með meiri
þunga en flestar spurningar aðrar.
Hugsið um hina löngu sögu mannkyns, allar menningar-
öldurnar, sem hafa risið, brotið síðan fald sinn og hnigið.
Hugsið um allar þessar milljónir mannvera, sem allar áttu
tilfinningar mjög líkar mínum tilfinningum og þínum, lifðu
hér sitt afmarkaða, skamma skeið og bárust síðan burt.
Þessar mannverur áttu sinn kvíða og sínar vonir, þær elsk-
uðu og þjáðust, þekktu hugarstyrk og örvæntingu á víxl,
þær dreymdi sína drauma og hurfu.
Fæstir menn gefa þessum efnum gaum fyrr en þeir standa
andspænis mikilli hættu eða alvarlegum sjúkdómi. Styrj-
aldarógnirnar hafa knúið milljónir samtíðarmanna okkar
til að hugsa um þessi efni. Spurningin um líf eða dauða verð-
ur líka áleitin við okkur, þegar einhver kær vinur hverfur.
Rödd hans, varir hans, hendur hans og augu, — allt þetta,