Morgunn


Morgunn - 01.06.1966, Page 23

Morgunn - 01.06.1966, Page 23
MORGUNN 17 þessara manna hafa barizt hetjubaráttu. Og svo eru aðrir, sem án nokkurs eigin tilverknaðar eða eigin afreka eru sól- armegin alla ævi. Sá sem horfir á þennan leik og gerir þá kröfu, að tilveran sé réttlát, getur engan botn fengið í þetta allt, ef hann trúir því, að lífinu ljúki á barmi grafarinnar. Sé því trúað, er hvorki hægt að finna vit, siðferðileg markmið né réttlæti í lífinu. Og trúi maðurinn á tilveru Guðs, hlýtur hann að vera í uppreisn gegn Guði eða hræðast hann, ef likamsdauðinn er endir alls. Ef það er satt, að vér lifum ekki líkamsdauðann, þá hlýtur einmitt það, sem vér metum mest á jörðu, kærleikurinn, feg- urðin og fórnir, sem aðrir hafa fært fyrir oss, að vekja oss hinar dapurlegustu hugsanir. Það er engin spurning til, sem ætti að liggja oss í meira rúmi en þessi: Lifum vér líkamsdauðann með öllu þvi, sem vér erum í jarðlífinu? Hefur fengizt fullnægjandi svar við þessu? Sumir eru svo lánsamir, að þeir geta í fullri hreinskilni sagt: ,,Ég veit að ég lifi líkamsdauðann. Ég þarf engar sannanir fyrir því. Fyrir þessu hef ég óhagganlega innri vissu“. Ég held, að þeir menn, sem þannig geta mælt, séu fáir, aðeins lítið brot mannkyns alls. Og við, sem heyrum ekki þessum flokki til, verðum að leggja af stað og leita svarsins. Trúaður kristinn maður segist hafa tvær ástæður fyrir því að trúa á framlíf einstaklingsins: 1) Hann trúi á Guð, sem Kristur hafi opinberað með lífi sínu og kenningum. „Ef því þér, sem vondir eruð, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hversu miklu fremur mun þá faðir yðar á himnum ... Eru ekki tveir spörfuglar seldir fyrir einn smá- pening, og þó fellur enginn þeirra til jarðar án vilja föður yðar ... Óttizt því ekki“. Þessi kenning um kærleiksríkan Guð, sem annast öll sín börn, nægir fullkomlega þeim, sem geta aðhyllzt hana í einlægni. 2) Hann kveðst sem trúaður 2
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.