Morgunn


Morgunn - 01.06.1966, Blaðsíða 24

Morgunn - 01.06.1966, Blaðsíða 24
18 MORGUNN maður vita, að Jesús hafi risið upp frá dauðum á þriðja degi, að hann hafi birzt margsinnis vinum sínum vikurnar, sem á eftir upprisunni fóru, og sannfært þá þannig um, að hann lifði líkamsdauðann, og sent lærisveinana út til að prédika það, sem hann hafði kennt þeim. Þessi vitneskja er kristn- um manni mikil ástæða til að trúa því, að hann lifi líkams- dauðann, og hann minnir á ritningarorð eins og þessi: ,,Ég lifi og þér munuð iifa“, og ,,Guð er ekki Guð dauðra, heldur lifenda“, ummæli, sem hvortveggja eru eftir Jesú höfð. Af þessum staðreyndum geta margir trúað, og þeir finna enga ástæðu til að gera greinarmun trúar og þekkingar í þessum efnum. Og venjulega hefur þetta fólk enga samúð með þeim, sem vilja ekki eða geta ekki aðhyllzt sömu rök- semdir og það, hið trúaða fólk. Og þetta fólk hefur tilhneig- ingu til að álasa þeim, sem ekki „hafa trú“. En þetta er frá- leitt. Mikill hópur manna, og sennilega sívaxandi á vorri vísindaöld, segir blátt áfram: „Mér er ekki eðlilegt að trúa. Ég get ekki trúað. Ég hlýt að krefjast þess að fá að mynda mér skoðun af staðreyndum. Mér er fullljóst, að tilfinningar, óskir og vonir geta auðveldlega farið með fólk út í vegleys- ur, og þangað langar mig ekki. Ef hægt er að sýna mér skyn- samlegar líkur, þótt endanlega sönnun sé ekki unnt að fá, þá tek ég likunum feginshendi“. Ég hef mikla samúð með þessari afstöðu, og mig langar til að sýna fram á nokkur þeirra sönnunargagna, sem benda til framlífs. Hvað er sönnun fyrir framlífi? Ef þú leitaðir sambands við vin í öðru landi, gætir þú þá gengið úr skugga um, að það væri raunverulega hann, sem þú næðir sambandi við? Flestir myndu svara játandi. Og ég lít svo á, að skynsamlegur grundvöllur fyrir slíkri játningu væri þessi: 1) Endurminningar, sem þið tveir, vinurinn og þú, eigið, en enginn þirðji aðili með ykkur, sem gæti blekkt þig og látizt vera vinurinn fjarlægi. 2) Persónuleg sérkenni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Morgunn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.