Morgunn


Morgunn - 01.06.1966, Síða 28

Morgunn - 01.06.1966, Síða 28
22 MORGUNN una úr undirvitund jarðneska fundargestsins? Þetta er meg- invandamál, þegar um er að ræða miðlaorðsendingar, sem tjá sig komna frá framliðnum. Nú munu sumir segja: „Gæti ekki hinn framliðni gestur komið gegnum miðilinn einhverju því á framfæri, sem hann vissi, en ekki nokkur lifandi mannvera veit, en sem þó er hægt að sannreyna síðar með eftirgrennslan, að var rétt?“ Til dæmis, gæti hinn framliðni við sambandið ekki sagt til um falinn fjársjóð eða týndan hlut? Jú, og þetta hefur verið gert. Þannig var sagt til um ,,Edgar“-kapelluna í Glastonbury, svo að hún fannst eftir til- vísun gegn um miðil. Annað dæmi er líka sannfærandi: Mað- ur nokkur risti, nokkru fyrir andlát sitt, ákveðin merki í tígulstein, braut steininn í tvennt, afhenti systur sinni ann- an hlutann og sagði henni um leið, að hann ætlaði að fela vandlega hinn hlutann og segja síðan til um, hvar hann væri, ef honum væri það unnt eftir dauðann. Manninum tókst að standa við þetta loforð. En sannar þetta þá fullkomlega, að sá sem þetta vissi, og er látinn, sé á lífi? Það mætti geta þess til, að miðillinn hefði í transi notað skyggnigáfu sína til að komast fyrir um týndu eða földu hlutina, án þess að framliðni maðurinn sé þar nokkuð að verki. Enn má segja: „Langi X til að ná sambandi við vin sinn Y, sem er látinn, af hverju sendir hann þá ekki einhvern vina sinna á miðilsfundinn í sinn stað?“ Það sem þá kynni að koma fram hjá miðlinum væri a. m. k. ekki sótt í vitund X, eða endurminningar hans um Y. Slíkar tilraunir, að láta annan fara í sinn stað á miðilsfundinn, hafa margsinnis ver- ið gerðar, og hafa stundum borið merkilegan árangur, þeg- ar fundargesturinn, sem fór í stað vinar síns á fundinn, vissi ekkert um hinn framliðna annað en það eitt, hvað hann hét. En ef við erum tortryggin, kunnum við að geta okkur þess til, að miðillinn lesi úr huga gestsins, að hann sé þar í stað vinar síns X, nái síðan fjarhrifasambandi við X og nái frá honum upplýsingum um vin hans, hinn látna Y.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.