Morgunn - 01.06.1966, Qupperneq 29
MORGUNN
23
Merkilega og velheppnaða tilraun gerði á sínum tíma
hinn ágæti sálarrannsóknamaður, dr. Hodgson, mjög gagn-
rýninn rannsóknamaður. Hann hafði átt náinn vin, að nafni
George Pelham. Eftir dauða hans hafði dr. Hodgson sam-
band við hann árum saman með hjálp miðilsgáfu frú Pipers.
Að lokum lýsti dr. Hodgson yfir því, að enginn efi gæti leikið
á því, að sínum dómi, að hann hefði raunverulega haft sam-
band við George Pelham látinn. Ein allra merkilegasta og
bezt heppnaða tilraunin meðal margra, sem dr. Hodgson
gerði í þessu máli, var sú, að hann valdi rúmlega 150 gesti
til að koma á fund frú Pipers. Meðal þeirra voru 30, sem
Pelhams hafði þekkt persónulega í lifanda lífi. Nú þekkti
hann þá aila aftur, þegar þeir komu á fundinn. Honum
skjátlaðist ekki um einn, og við hvern þessara 30 talaði hann
um efni, sem höfðu verið sameiginleg áhugamál þeirra, og
hann talaði við hvern um sig eins mikið eða lítið vinalega og
hann hafði gert í lifanda lífi.
Markviss sönnunargögn.
önnur tegund miðlaorðsendinga bendir sterklega til fram-
haldslifs persónuleikans. Það kemur fyrir, að á miðilsfundi
gerir vart við sig einhver, sem hvorki miðillinn né fundar-
gestir kannast við, en kemur í því markmiði, að nota tæki-
færi, sem gefst, til að koma áleiðis einhverju, sem honum
hggur í miklu rúmi. Markmiðið er stundum það, að vara ein-
hvern við yfirvofandi hættu, biðja einhvern fyrirgefningar
a gamalli yfirsjón í hans garð, hjálpa einhverjum, sem í mikl-
um vanda er staddur, o. s. frv. Það er ekki ævinlega miðils-
fundur, sem notaður er í þessu markmiði, stundum birtist
°kunni gesturinn í draumi, eða hann birtist sem svipur eða
vofa vakandi manni. Hér er dæmi þess:
Prestur nokkur sat einn í vinnustofu sinni, þegar dyra-
bjöllunni var hringt. Hann iauk upp dyrunum, og fyrir utan
stóð ung stúlka, sem presturinn þekkti vel. Hún átti heima
1 þorpi nokkru í 5 mílna fjarlægð. Þorpið var í næstu sókn,