Morgunn


Morgunn - 01.06.1966, Page 30

Morgunn - 01.06.1966, Page 30
24 MORGUNN sem presturinn hafði flutzt úr 16 mánuðum fyrr en þetta gerðist. „Gott kvöld,“ sagði hún kjökrandi, „ég býst við að þér séuð búnir að gleyma mér, en ég á við yður mjög brýnt erindi. Faðir minn liggur fyrir dauðanum. Hann fór mjög sjaldan í kirkju, en einu sinni eða tvisvar fengum við hann þó til að fara i kirkju meðan þér voruð hjá okkur. Mig lang- ar svo til að biðja yður að koma til hans og biðja með hon- um áður en hann deyr.“ „Ég skal koma nú þegar,“ svaraði prestur. Hann tók regn- hlífina sína, setti upp hattinn og lagði af stað með stúlkunni út í ausandi rigninguna í fimm mílna gönguferð. Þegar hann kom að húsi hins deyjandi manns, tók hús- freyja hjartanlega á móti honum. „En hvað það er fallegt af yður að koma til okkar,“ sagði hún, „en hvernig vitið þér, að maðurinn minn er að deyja?“ „Dóttir yðar kom og sótti mig,“ svaraði prestur nokkuð undrandi. „Komið nú þegar upp á loft með mér,“ sagði konan. „Ég ætla að tala við yður á eftir.“ Presturinn gekk að dánarbeðinum, talaði við sjúklinginn og baðst fyrir með honum. Örskömmu síðar andaðist hinn sjúki. Þá sneri prestur sér að konunni, sem nú var orðin ekkja, og spurði, hvar dóttir hennar væri, hann hefði ekki séð hana síðan hann kom inn i húsið. Konan svaraði: „Ég varð alveg hissa, þegar þér komuð hingað óvænt með öllu í kvöld, og ég spurði, hver hefði sagt yður, að maðurinn minn lægi fyrir dauðanum. Þér sögðuð mér, að dóttir mín hefði sótt yður og að þið hefðuð fylgzt að hingað. Hafið þér alls ekki heyrt, að dóttir mín dó fyrir einu ári?“ Nú kom röðin að prestinum að verða forviða. „Dáin —“, sagði hann með sterkri geðshræringu, „hún kom að dyrum mínum, hringdi dyrabjöllunni og fylgdist með mér hingað. Og, sjáið þér til, ég hugsa að ég geti fært sönnur á mál mitt. Þar sem vegurinn var bilaður á einum stað, var varðmaður
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.