Morgunn - 01.06.1966, Blaðsíða 41
MORGUNN
35
fimm valdir menn. En ætlunin er að reisa, svo fljótt sem því
verður við komið, nauðsynlegar byggingar fyrir hina ýmsu
t>ætti stofnunarinnar. Ekki mun þó enn fullráðið, hvort þess-
ar byggingar verði reistar í Durham í næsta nágrenni við
^uke háskólann, en þar hefur stofnuninni þegar verið gefin
bæði stór lóð og fögur.
Allt þetta sýnir vaxandi áhuga manna vestur þar á þess-
Um málum og um leið stórhug og fórnarvilja. Augu manna
eru meira og meira að opnast fyrir því, að hin óvenju mikla
°rka, sem vísindunum hefur tekizt að leysa úr læðingi, er
engan veginn einhlít mannkyni til farsældar, og felur jafn-
V(?l þvert á móti í sér geigvænlegar hættur og jafnvel gjör-
eyðingu, ef ekki er jafnframt að því unnið að rannsaka
mannlegt eðli og þau öflin i sálum mannanna, sem raunveru-
^ega ráða því, hvernig orku og tækni nútímans er beitt. Nú,
tremur en nokkru sinni áður, eru þau orð í fullu gildi „að
fyi’sta sporið til sannrar sæmdar er að þekkja sjálfan sig.“
I þessu sambandi þykir mér rétt að skýra lesendum Morg-
Un frá helztu dráttum í þróun sálarrannsóknanna við Duke
askólann, sem leitt hefur til þess að koma hinni nýju rann-
sóknarstofnun F.R.N.M á fót. Styðst ég þar einkum við
r£eðu, er c]r. Winnifred Nielsen flutti á stofnhátíð F.R.N.M.
u- júlí 1964, og önnur erindi, sem þá voru flutt.
Árið 1927 var hinn frægi sálfræðingur, prófessor William
cDougall, ráðinn að Sálfræðideild Duke háskólans. Og
betta sama haust komu þangað ung hjón til að stunda þar
ramhaldsnám undir handleiðslu hans. Það voru þau dr. J. B.
hine og kona hans dr. Louisa E. Rhine, er bæði voru þá ný-
erðnir doktorar í lífeðlisfræði (biology). Bæði höfðu heyrt
^að mikla frægðarorð, sem fór af McDougall og lesið bækur
ans> og ekki sízt var þeim kunnugt um áhuga hans á sálar-
lannsóknum. Sjálf höfðu þau þá haft allmikil kynni af miðla-
ai>fsemi og höfðu meðferðis sæg af skýrslum um eitt og
nað, sem gerzt hafði á miðilsfundum, og merkur skóla-
aður og síðar doktor, John F. Thomas, hafði látið þeim í té.
bað er eftirtektarvert, að þær rannsóknir á dulhæfileik-