Morgunn


Morgunn - 01.06.1966, Page 58

Morgunn - 01.06.1966, Page 58
52 MORGUNN ekki slysi. Ég svipaðist um á hafnarbakkanum. Þar var engan mann að sjá. Jú, þarna gægðist höfuðið á gamla mann- inum fram fyrir húshorn. Ég leit af honum andartak og á meðan hvarf hann. Síðar sá ég honum þó aftur bregða fyrir. Þetta var það síðasta, sem ég þóttist sjá, áður en slysið varð. Ég þóttist ekki vita fyrri til en blár loginn stóð út úr kassanum yfir aflvélinni. Hömlurnar biluðu, og búnt af sver- um járnpípum skall niður í lestina og yfir þá þrjá menn, sem þar voru. Ég sá, eins og áður, að allur botninn brast úr skip- inu, en mennina sá ég ekki, því að ég hrökk upp í þessum sömu svifum. Svo kom að þvi, að ég skipti um starf. Ég var ráðinn til þess að hlaupa í skarðið fyrir kranastjóra, sem voru í sumar- leyfum. Og þessi vinna mín hófst hjá Burmeister & Wain. Venjan er sú, að hefja slík störf umsvifalaust og án alls fyrirvara. Mér var fylgt að krana þeim, sem ég átti að stjórna. Mér hnykkti við, er ég sá kranann og las áletrunina: Nurnberg 1910. Þetta var kraninn, sem mig var tvívegis búið að dreyma. Á því var ekki nokkur minnsti vafi. En hvað var í raun og veru að óttast? Átti maður að taka mark á þessu draumarugli? Og þó! Ég klifraði upp í kranann. Þar hitti ég þann, sem stjórnað hafði krananum, og átti að vera þar með mér fyrstu dag- ana, á meðan ég væri að kynnast tækinu. Sá hét Ásvald. Ég kunni ekki við, að hætta á síðustu stundu og segja, að mig hefði dreymt svo undarlega, að ég þyrði ekki að takast starf- ið á hendur. Menn hefðu þá haldið, að ég ætti hvergi heima nema á Kleppi. Mér varð ósjálfrátt að beygja mig í keng um leið og ég fór inn í stýrishúsið. ,,Nú! Þú kannast við verkfærið?“ sagði Ásvald. „Hefurðu unnið hér áður?“ ,,Nei!“ svaraði ég. „Ég hef aldrei komið upp í svona krana fyrr.“ f raun og veru var það svo, að fóðraður járnbiti var yfii’ dyrunum, sem ekki sást utanfrá. Höfðu viðgerðarmenn fyr-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.