Morgunn


Morgunn - 01.06.1966, Síða 74

Morgunn - 01.06.1966, Síða 74
68 MORGUNN vígð. Þá vitrast henni á ný svipuð sýn, og sagði frá henni þá um leið Sigurði Ólasyni lögfræðingi og fulltrúa í fjármála- ráðuneytinu. Hann spurði hvort þetta gos yrði ekki í Kötlu og benti þangað, en þar hafa mjög oft orðið gos. En þessu neitaði frúin og benti í átt til Vestmannaeyja. Með leyfi þeirra Erlings Davíðssonar og Sigurðar Óla- sonar, verða hér birtar umsagnir þeirra um þetta efni, en þær hafa áður birzt í Morgunblaðinu hinn 16. janúar s. 1. Erlingur Davíðsson sagði: Morgunblaðið hefur óskað umsagnar minnar um þá ,,spá- sögn“ frú Láru Ágústsdóttur, miðils á Akureyri, er f jallaði um Surtseyjargosið og er mér ljúft að verða við því. Það var snemma vors 1963 að ég bað frú Láru um viðtal fyrir blaðið Dag og varð það að samkomulagi. Kom ég síðar á heimili hennar og manns hennar, Steingríms Sigursteins- sonar, Bjarmastíg 3, af því tilefni. Var þá spurt og svarað eins og gengur við slík störf og dreypt á kaffi. En sem við unnum að viðtalinu fór ýmislegt, sem ekki var á dagskrá, að bera fyrir þarna í stofunni. M. a. sá og heyrði frúin mikið gos, sem hún sagði að verða myndi hér á landi á því ári. Fór ég þá að leggja eyrun að, því gosfréttir eru jafnan stórar fréttir. Tók hún svo að lýsa gosi þessu, en ég skrifaði niður jafnóðum. „Það er mikið gos, sem stendur mjög lengi,“ segir hún, ,,og það er mjög óvenjulegt gos.“ Síðan lýsti hún eldi, ösku, gosmekki og drunum. Hvað eftir annað á meðan á lýs- ingunni stóð sagði hún frá sjávarhljóði og brimgný. Ég spurði hvort tjón yrði að þessu gosi, hvar það yrði og nefndi í því sambandi þær eldstöðvar, sem ég mundi. öllu þessu neitaði hún afdráttarlaust, en benti í suðurátt og sagð- ist vita fyrir víst, að gosið yrði i þeirri stefnu. Svo sagði hún: „Getur það átt sér stað að það gjósi í sjónum?“ Þegar Dagur með áðurnefndu viðtali við frú Láru var að fara í pressuna (10. apríl 1963) fékk ég bréf frá frúnni, þar sem hún bað um, að gosfréttirnar yrðu felldar niður, því þær J
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.