Morgunn - 01.06.1966, Page 76
70
MORGUNN
ákveðin: „Nei, það er miklu sunnar,“ og bendir eins og yfir
Vestmannaeyjar, „það verður mikið eldgos, það er á mörg-
um stöðum." Ég lagði svo sem engan trúnað á þetta, en datt
ósjálfrátt í hug Skálholts-biskupinn, sem fórst í eldi, rétt
eftir að hann hafði keypt Vestmannaeyjar, til að byggja þar
klaustur. Og segi við Láru, að kannski vilji biskuparnir nú
minna á, að búið sé að stela eyjunum undan Skálholtskirkju,
eins og fleiru. Þetta sagði ég bara til þess að ýta undir Láru,
ef hún gæti séð eða sagt eitthvað fleira. Hún þagði við, en
segir svo: „Það er eldur, það er áreiðanlegt, ég sé það greini-
lega.“
Ég held ég muni þessi tilfærðu ummæli öll nákvæmlega,
enda sagði ég ýmsum frá strax á eftir, og sem áreiðanlega
munu geta borið um það. Og þegar Surtur fór að gjósa um
haustið rifjaðist þetta enn betur upp fyrir mér, og fleirum,
sem frá því höfðu heyrt sagt.
Þessi sýn frú Láru Ágústsdóttur og forsögn um atburð,
sem er svo einstæður, að hann á fáar hliðstæður í veraldar-
sögunni, er merkileg fyrir margra hluta sakir. Hún er vott-
fest af tveim landskunnum mönnum, sem heyra hana segja
frá þessu, annar í apríl 1963 norður á Akureyri, hinn í júlí
sama ár suður í Skálholti. Hún kveðst heyra brimhljóð og
fær sterkt hugboð um, að gjósa muni úr sjó. Hún staðsetur
gosstöðvarnar rétt með því að benda í suðurátt. Og hún full-
yrðir, að gosið muni standa lengi. Allt hefur þetta komið
fram og á þann hátt, sem hún hafði sagt fyrir.
S. V.
J