Morgunn - 01.06.1966, Blaðsíða 84
78
MORGUNN
Ég sagði, eins og var, að ég hefði komið til þess að hlusta
á fyrirlestra um spiritisma, kynnast enskum miðlum og sitja
fundi hjá þeim.
Konan glápti bókstaflega af undrun, en rak síðan upp
rokna hlátur og kvaðst ekki trúa því, að kona eins og ég
gæti lagt trúnað á slíka vitleysu. En á meðan hún var að
hlæja sem hæst að þessari fjarstæðu, sá ég skyndilega mann
standa hjá okkur.
„Yður er að sjálfsögðu frjálst að gera gys að þessu,“ sagði
ég. „En hér sé ég mann, sem segist vera bróðir yðar.“
„Og hvernig lítur hann út?“ spurði hún, og var sýnilegt,
að hún lagði engan trúnað á þetta.
Ég tók að lýsa honum svo nákvæmlega, sem ég gat, og
tók þá svipur konunnar að verða annar og alvarlegri. Ég
sagði henni, að maður þessi hefði verið mjög óhamingju-
samur í hjónabandi sínu, en hins vegar hefði verið mjög kært
með þeim systkinum, á meðan hann lifði. Stóð það allt heima.
Ég lýsti einnig fyrir henni öðrum manni, er kvaðst heita Jef.
Kannaðist hún einnig mætavel við hann, og var það maður,
sem hún hafði unnið hjá lengi. Síðan spurði hún, hvort ég
sæi ekki manninn sinn sáluga. En ég kvað það ekki vera,
enda birtust mér ekki aðrir en þeir, sem sjálfir vildu gera
vart við sig. „Annars stendur mér á sama, hvort þér trúið
mér eða ekki,“ sagði ég að lokum.
Jú, víst kvaðst hún trúa mér. En þetta væri henni með
öllu óskiljanlegt undur, hvernig ég hefði getað svona ná-
kvæmlega lýst þessum mönnum, sem ég hefði ekki séð eða
haft hugmynd um. Hún kvaðst vera mér afar þakklát og
ekki gleyma þessari stund.
Ungi flugmaðurinn.
Skömmu eftir heimkomu mina frá Lundúnum, hringdi til
mín kona, sem kvaðst vera úrvinda af sorg og bað mig, sem
tryði á framhaldslífið, að gefa sér huggun og styrk.
Mér rann til rifja hryggð og vonleysi þessarar konu og