17. júní - 17.06.1937, Page 25

17. júní - 17.06.1937, Page 25
23 Um Þórhall Bjarnarson hefir verið hljóðara af .eðlilegum ástæðum. Hann hefir aldrei haft hátt um sig á yfirborðinu; hann valdi hið hlé- dræga hlutskipti iðnaðarmannsins; hans leiðir hafa legið milli vinnu- stöðvar og heimilis. Það eru aðeins þeir, sem þekkja hann, til hlýtar persónulega, sem vita, að hvergi hefir eldur ungmennafélagshugsjón- arinnar enzt betur; að enginn hefir tengt betur ylinn frá þeim eldi við nýjar þróunarhræringar í þjóðlífinu; — Þórhallur Bjarnarson skilur manna bezt, að ný næring er skilyrði alls vaxtar. Og hann trúir á vaxt- armöguleikana, hinn síkvika endurnýjunarmátt lífsins. Hann trúir á mikinn tilgang mannsins, hvar sem hann er í sveit settur — og þessi trú geislar frá persóu hans, og vekur hjá manni þá ósk, að svona hlýtt og bjart væri í kringum hvern einasta alþýðumann á íslandi. Þannig er hinn hógværi frumherji ungmennafélaganna, — þannig eru þeir ætíð, sem rækta vilja blóm manngöfginnar í hinum hrjóstruga jarðvegi hversdagslegrar lífsbaráttu. Þeir ástunda að vera, en ekki sýn- ast — og vilja helzt aldrei láta nafns síns getið.

x

17. júní

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: 17. júní
https://timarit.is/publication/707

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.