Morgunn


Morgunn - 01.12.1970, Page 10

Morgunn - 01.12.1970, Page 10
88 MORGUNN tíma alveg skilyrðislaust og án allrar nbyrgðar á því, hvernig þú sóar honum eða hvað þú gjörir við hann; þurfir engan að því að spyrja og megir nota hann alveg eins og þér sýnist eða langar til í það og það skiptið? Sá kann að eiga timann, sem er voldugri en þú og valdið hefur bæði til þess að fá þér hann í hendur og til þess að taka hann frá þér aftur. Og þegar hann spyr — og hann hlýtur að spyrja einhvern tíma, hvað þér hafi orðið úr árum og dögum ævi þinnar, þá kannt þú að visu að geta færzt undan því að svara þeirri spurningu. Þú kannt að kjósa það heldur að þegja. En það stoðar bara ekki neitt vegna þess, að líf þitt er þegar búið að svara spurningunni. Tími þinn er búinn að leiða það i ljós, hvað þér hefur orðið úr honum og hvers virði þú hefur gert líf þitt bæði sjálfum þér og öðrum. Annars held ég, að hinn mikli höfundur tímans geymi það ekki endilega til hinzta sólarlags að spyrja þessarar spurningar, né heldur að hann geri það fyrst og fremst til þess að sanna á okkur sakir til dcms og eilifrar refsingar. Ég held, að hann spyrji vegna þess, að honum þykir vænt um okkur og vill þess vegna ekki sjólfra okkar vegna, að við förum að ráði okkar eins og heimskingjar. Og þess vegna held ég líka, að hann spyrji okkur ekki að þessu bara einu sinni, heldur við sólarlag livers einasta ævidags. Og okkur væri áreiðanlega hollt að hug- leiða þá spurningu og reyna að svara henni miklu oftar en við almennt gerum. Ég held, að við mættum og ættum að reyna að svara henni á hverju einasta kvöldi. Og ég held, að hann spyrji vegna þess, að okkur er það öllum brýn nauðsyn að reyna að gera okkur grein fyrir því í tíma og áður en við erum komin í kör, hvað það er frómunalega heimskulegt að leggja á það meginkappið alla ævina að reyna að öðlast og eignast það og það helzt, sem við þó vitum alveg upp á okkar tíu fingur, að tekið verður af okkur allt saman og undantekningarlaust, þegar ævi okkar takmarkaða tíma hér á jörð er lokið. Einhver kann að reyna að hugga sig við það, að hann kunni ef til vill að sleppa við þá fátækt á þann einkennilega hátt, að hann verði þá sjálfur að engu og ekki framar til. En er það nú ekki ansi léleg huggun, þegar á allt er litið, að lifa þessu lífi,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.