Morgunn - 01.12.1970, Qupperneq 12
Sveinn Vikingur:
Er sálin ekki til?
☆
Ekki <illa fyrir löngu las ég smágrein í Morgunblaðinu, þar
sem sagði frá því, að einhver verkamaður, að mig minnir vest-
ur í Ameríku, hafi i erfðaskrá sinni mælt svo fyrir, að eigum
hans, sem raunar reyndust vera stórfé, að minnsta kosti ef
þeim var breytt í íslenzkar krónur, skyldi varið til verðlauna
til handa hverjum þeim, sem gæti sannað það, að maðurinn
hefði sál. Þetta lýsir vissulega lofsverðum áhuga þessa sóma-
manns á sálinni og raunar miklu meiri en kemur fram hjá
sjálfum sálfræðingunum, sumum að minnsta kosti. Ymsir í
]>eim hópi virðast láta sér það í furðu léttu rúmi liggja, hvort
þeir hafi sál eða nokkuð í þá áttina. Það sé mál, sem gætilegast
sé að fullvrða sem minnst um.
Að vísu munu þó menntaðir menn, að ég hygg, varla efast
um það, að maðurirm sé hugsandi vera að nafninu til. Hann
muni fortíð sína, honum geti doltið eitt og annað í hug og sumt
bara ansi frumlegt og gott. Hann finni ekki bara til í likam-
anum t. d. þegar hann fær tannpínu eða kveisusting. Hann
finni einnig öðru vísi til, kenni gleði og hryggðar, geti elskað
og hatað o. s. frv. Þessar tilfinningar séu öðru vísi og allt ann-
ars eðlis en sviði í sári á finpri eða höfuðverkur.
Efnishyggjumennirnir halda því að visu fram, að þctta sé
þó ekki annað en ein hlið, en að vísu sérstök hlið, hinnar efnis-
legu eða líkamlegu starfsemi og bundin efnisfrumum Hkamans,
og þá einkum heilans. Þess vegna hverfi þetta og verði algjör-
lega að engu, þegar líkaminn deyr. Hún neitar því blákalt og
gjörsamlega, að nokkuð sé til í veröldinni nema efnið í þess
mismunandi myndum og sú orka, sem í því býr og við það er
bundin. Að því leyti ber hún nafn sitt vissulega með rentu.