Morgunn - 01.12.1970, Qupperneq 20
98
MORGUNN
sanna fyrir sínum lærisveinum, að væri hin mikla staðreynd,
að hann lifði eftir líkamsdauðann, héldi áfram að elska þá og
láta sér annt um þá. Og mér virðist það skipta svo óendanlega
miklu máli fyrir hvern einasta mann að vita með alveg óyggj-
andi vissu, ef það er unnt á annað borð, sannleikann um lífið
eftir dauðann og sambandið milli þessa lífs og hins tilkomanda,
að enginn eigi og enginn geti látið sér standa á sama um það.
Satt að segja finnst mér engum standa það nær en prestun-
um, að vera ávallt og á öllum sviðum í hópi þeirra, sem jafnan
vilja af alhug og einlægni leita sannleikans, og ekki sízt í þess-
um efnum, vita sannleikann og hera honum vitni. Mér finnst
það blátt áfram vera skylda þeirra oð gjöra það.
Um framhaldslífið vil ég svo að lokum segja þetta, að ég trúi
því örugglega og tel mig hafa fyrir því sterk rök og mörg, að
í líkamsdauðanum yfirgefi sálin likamann, ekki til þess að
verða að engu, heldur til þess að hefja nýtt líf við betri og full-
komnari skilyrði en við eigum við að búa hér á jörðinni. Ég
ætla að minnsta kosti að treysta þvi að svo sé, þar til ég fæ í
hendur sannanir fyrir því gagnstæða. Og ég geri það ekki aðeins
vegna þess, að það er miklu sennilegra og fyrir því er unnt að
færa stórum sterkari og skýrari rök og reynslu. Ég geri það lika
vegna þess, að það gefur mér bjartari og fegurri sýn yfir lífið
og tilveruna. Og ég geri það vegna þess, að það felur í sér styrk
og huggun i andstreymi og sorgum og lætur okkur finna skýrar
ábyrgð okkar og skyldur i þessu lífi og um leið mikilvægan til-
gang þess, takmark og fyrirheit.
Erindi þetta var flutt á samkomu í Neskirkju i Reykja-
vík þann 6. nóvember síðastliSinn.