Morgunn - 01.12.1970, Page 31
MORGUNN
109
sem óskað er eflir, kemur oftar upp en líkindareikningur segir
Rl um. Hann er gæddur skynsemi, sem beinlínis hefur þann
tilgang að koma bessu til leiðar. Hann starfar samhliða og
samtimis þeirri efnisorku, sem veldur falli og veltu hvers ten-
mgs, og sýnist beina henni að ákveðnu marki og samkvæmt
vissum tilgangi. Af þessu er helzt að ráða, að þessar tvær teg-
undir orku, sú efnislega og sálræna, orki hvor á aðra, en svi
sálræna fái oftar yfirhöndina.
PK. orkan er því ekki bein áhrif heilans á teningana. Það er
ekki efnisstarf heilafrumanna, heldur óefniskennt afl sjálfs
hugans, sem ræður þvi hvaða tala kemur upp á teningnum.
Við höfum enn enga hugmynd um hvernig þessi sálarorka get-
ur haft bein áhrif á efniskennda hluti eins og teningana. Okkur
er það hvdin ráðgáta, alveg á sama hátt og það, hvernig hugs-
unin fer að því að hafa sin áhrif á efnisfrumur heilans. En að
því er PK rannsóknirnar og tilraunirnar snertir, þá rná segja,
'0 gátan um samskipti efnis og anda komi þar fram í ein-
faldri mynd, sem auðveldara sé að rannsaka með tilraunum,
en það samband, sem á sér stað á milli hugsunarinnar og heila-
frumanna. Þetta er þó ennþá aðeins von, en ekki vissa. En hún
er engan veginn óskynsamleg né ástæðulaus.
PK fyrirbærin setja okkur í mikinn vanda, margháttaðan og
erfiðan. Árangur tilraunanna hefur ekki leitt i ljós þetta afl
eða þennan hæfileika nenva að litlu leyti, og raunar aðeins
snefil af honum. En þannig hefur það einnig verið í upphafi
um ýmsar tegundir efnisorkunnar. Þar lvefur ekki verið nema
um örlítinn og óljósan vott að ræða í fyrstu. Það þarf ekki
alltént mikið til að koma ákveðnum fyrirbærum af stað. PK
fyrirbærin hafa aðeins komið óbeint í ljós i áhrifum sínum á
efnið. En hið sama má segja um mikið af okkar visindalegu
þekkingu í seinni tið. Hún hefur fengizt óbeint og fyrir rök-
retta afleiðslu frá því, sem þegar var komið sýnilega i ljós.
Þannig hefur verið um kjarna öreindanna, ýmislegt í erfða-
fræðinni og raunar í efnafræðinni líka. .Tafnvel stjörnufræð-
mgarnir og jarðfræðingarnir hafa i raun og veru aldrei getað