Morgunn - 01.12.1970, Side 38
116
MORGUNN
hvað, sem líktist skipi. Sjór var sléttur, en virtist þungur og
móleitur. Mér stóð stuggur af þessu, en vissi þó að út i skipið
átti ég að fara. Vogur skarst inn i ströndina að sunnanverðu,
og fór ég léttilega yfir hann ofurlítið ofar sjávarmáli. Þarna
var hlýrra og bjartara og hafði ég mikla freistingu til að nema
þar staðar og fara ekki lengra. En úti á hafinu blasti nú við
mér skipið, dökkt og mikið. Og áður en ég vissi af var ég komin
um borð. Ukki líktist þetta bákn þeim skipum, sem ég hafði séð.
Siglutrén voru lág en digur, og öll voru hlutföll skipsins röng,
breiddin hér um bil eins mikil og lengdin. Engin hræða var á
þiljum uppi. Þó fannst mér einhver vera með mér, þegar liing-
að var komið. Stórt op var á miðju þilfari og fór ég þar niður
stigalaust, og kom i geim mikinn og var þar hálfrökkur. Ég
fann, að lágt var til lofts og mikil þrengsli þrátt fyrir víðáttuna.
Alls staðar heyrði ég stunur og kveinstafi, og hefur mig
aldrei langað eins mikið til að hverfa burtu eins og frá þessum
stað. Þó hélt ég ófram. Allur þessi mannfjöldi bað um hjálp.
En livað gat ég gert? Ég hafði það á tilfinningunni, að allir
lægju á lágum fletum, því hljóðin komu eins og að neðan.
öðru hvoru rétti ég fram báðar hendur, og var þá likast því
sem ljóskeri væri brugðið upp örstutta stund. Birtan var dauf-
græn.
Nú er kallað á mig með nafni. Ég geng á hljóðið og kem að
vörmu spori að fleti einu innarlega i norðvesturhorninu, að mér
finnst. Fletið virtist gert af grænbrúnu slýi og lá þar maður.
Hann hélt báðum höndum fyrir andliti og stundi.
„Loksins ertu komin til að hjálpa mér. Ég er Guðmundur“.
Eitt augnablik sá ég þennan mann eins og ég mundi eftir
honum fyrir hér um bil 20 árum. En svo breyttist hann aftur.
Hendurnar komu fyrir andlitið. En ég vissi, að nú var það
blátt og þrútið.
„Ég fór illa að ráði minu“, sagði hann. „Og svona líður okk-
ur öllum hérna. Við vitum af hverju það stafar. En nú er þó
myrkrið ekki eins kolsvart eins og það var fyrst“.
„Get ég nokkuð gert fyrir þig?“ spurði ég.
„Hugsa vel til mín og biðja fyrir mér“.