Morgunn - 01.12.1970, Side 42
120
MORGUNN
Svo hvarf hún og ég var laus úr þessu umhverfi — og vakn-
aði. Ég er viss um, að hún átti ekki heima í þessu umhverfi, en
hins vegar hefði ég þurft að hjálpa þessum fatlaða manni, sem
þjáðist á veginum, lil þess að geta séð hana.
Og nú vík ég sögunni nærri 20 ár aftur í tímann. Sumarið
1925 var ég búsett á ísafirði. Þá kom þangað danskt slup frá
Grænlandi og lá á Isafirði í nokkra daga. Á því voru allmargar
Eskimóafjölskyldur, og einnig grænlenzkt prestsefni, sem vígð-
ur var á ísafirði i þessari ferð, þann 27. ágúst.
Daglega fóru bæjarbúar niður að skipinu og færðu Eskimó-
unum smágjafir, enda virtust sumar fjölskyldurnar vera mjög
fátækar. Ég lagði einnig leið mina þráfaldlega niður að skip-
inu. Dag nokkurn kom ég þangað rétt fyrir hádegi. Sól var hátt
á lofti, pollurinn spegilsléttur og voru þar nokkrir Grænlend-
ingar að leika listir sínar á húðkeipum. Aðrir höfðu verið boðn-
ir inn í skóg, og sáust aðeins gamalmenni á þiljum. Ég gekk
fram á skipið. Þar sat lítil Eskimóastúlka, 6—7 ára gömul, á
trékassa og var að gráta. Hún var klædd skinnbuxum, sem voru
heilar og gljáandi, en að ofan örgustu lötrar, óhrein í framan
og illa hirt. Ég gekk til hennar og reyndi að liugga hana, en
ekkert skildi ég hvað hún sagði.
Ég fór þá til danska stýrimannsins og spurði hann, hvað am-
aði að litlu stúlkunni. Sagði hann, að foreldrar liennar hefðu
farið inn í skóg með hinu fólkinu, en hún ekki fengið að fara
vegna þess hvað hún var illa og fátæklcga húin. Ég spurði
hann, hvort ég maetti fara með barnið heim til mín. Það kvaðst
hann ekki mega leyfa, en bætti við brosandi, að hann gæti
raunar látið, sem hann hefði ekki séð það. Það varð svo úr að
ég fór með hana heim. Varð það mitt fyrsta verk að þvo hana
alla frá hvirfli til ilja. Svarta, fallega hárið hennar gljáði. Við
klipptum á hana ennistopp, bundum rauðu silkibandi um hárið,
klæddum hana í græna peysu með rauðum bekkjum og gáfum
henni einnig snotra liúfu. Iiún fékk góðan mat að borða og var
hjá okkur í góðu yfirlæti allan daginn. Hún hafði gaman af að
leika sér, og sérstaklega var hún hrifin af að heyra spilað á