Morgunn


Morgunn - 01.12.1970, Síða 42

Morgunn - 01.12.1970, Síða 42
120 MORGUNN Svo hvarf hún og ég var laus úr þessu umhverfi — og vakn- aði. Ég er viss um, að hún átti ekki heima í þessu umhverfi, en hins vegar hefði ég þurft að hjálpa þessum fatlaða manni, sem þjáðist á veginum, lil þess að geta séð hana. Og nú vík ég sögunni nærri 20 ár aftur í tímann. Sumarið 1925 var ég búsett á ísafirði. Þá kom þangað danskt slup frá Grænlandi og lá á Isafirði í nokkra daga. Á því voru allmargar Eskimóafjölskyldur, og einnig grænlenzkt prestsefni, sem vígð- ur var á ísafirði i þessari ferð, þann 27. ágúst. Daglega fóru bæjarbúar niður að skipinu og færðu Eskimó- unum smágjafir, enda virtust sumar fjölskyldurnar vera mjög fátækar. Ég lagði einnig leið mina þráfaldlega niður að skip- inu. Dag nokkurn kom ég þangað rétt fyrir hádegi. Sól var hátt á lofti, pollurinn spegilsléttur og voru þar nokkrir Grænlend- ingar að leika listir sínar á húðkeipum. Aðrir höfðu verið boðn- ir inn í skóg, og sáust aðeins gamalmenni á þiljum. Ég gekk fram á skipið. Þar sat lítil Eskimóastúlka, 6—7 ára gömul, á trékassa og var að gráta. Hún var klædd skinnbuxum, sem voru heilar og gljáandi, en að ofan örgustu lötrar, óhrein í framan og illa hirt. Ég gekk til hennar og reyndi að liugga hana, en ekkert skildi ég hvað hún sagði. Ég fór þá til danska stýrimannsins og spurði hann, hvað am- aði að litlu stúlkunni. Sagði hann, að foreldrar liennar hefðu farið inn í skóg með hinu fólkinu, en hún ekki fengið að fara vegna þess hvað hún var illa og fátæklcga húin. Ég spurði hann, hvort ég maetti fara með barnið heim til mín. Það kvaðst hann ekki mega leyfa, en bætti við brosandi, að hann gæti raunar látið, sem hann hefði ekki séð það. Það varð svo úr að ég fór með hana heim. Varð það mitt fyrsta verk að þvo hana alla frá hvirfli til ilja. Svarta, fallega hárið hennar gljáði. Við klipptum á hana ennistopp, bundum rauðu silkibandi um hárið, klæddum hana í græna peysu með rauðum bekkjum og gáfum henni einnig snotra liúfu. Iiún fékk góðan mat að borða og var hjá okkur í góðu yfirlæti allan daginn. Hún hafði gaman af að leika sér, og sérstaklega var hún hrifin af að heyra spilað á
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.