Morgunn - 01.12.1970, Qupperneq 46
124
MORGUNN
og hress í bragði. Hún hraðar sér fram i forstofuna og opnar
bréfakassann um leið og hún segir með sigurhrós í svipnum:
„Þau eru komin! Þau eru komin! Og nú veit ég, að ég fæ
góðar fréttir, þvi mig dreymdi mömmu i nótt“.
Og það stóð heima. Rréf frá pabba voru i kassanum. Geðs-
liræringarnar ætluðu að yfirbuga hana í bili. En lmn náði
fljótt valdi yfir sér, settist niður og fór að lesa bréfin. Augu
hennar ljómuðu af fögnuði. Bréfin voru frá pabba.
Skipið hafði strandað við Falklandseyjar, er hann var á leið-
inni heim. Engar samgöngur voru við eyjarnar, nema cf kaup-
skip rákust þangað endrum og eins. Skipbrotsmennirnir urðu
því að sitja þar sem þeir voru komnir, þangað til gæfan að lok-
um varð þeim svo hliðholl að senda þeim farkost. En ferðin
lieim til Englands gekk seint. Þó heimtum við pabba heim úr
þessum hrakningum skömmu eftir að mamma fékk bréfin.
Ég var einkadóttir foreldra minna. Þess vegna var ég cnn-
þá hændari að þeim. Og þess vegna gafst mér oft tækifæri til
þess að heyra þau tala saman um ýmsa einkennilega atburði
á meðan ég lézt vera að skoða myndabækur eða leika mér að
brúðunni minni. Ég komst að raun um ]iað, að mömmu
dreymdi ævinlega mömmu sína, ef pabbi var í ferðalögum að
heiman. Og þá brást það ekki, að daginn eftir fékk hún annað-
hvort bréf frá honum eða símskeyti. Og i þetta skipti, jiegar
heimkoma hans dróst svona lengi og henni tókst ekki að láta
sig dreyma ömmu, hvernig sem hún reyndi, þá varð hún svo
hrædd um það, að eitthvað lilyti að vera að pabba. En svo |ieg-
ar hana loksins dreymdi mömmu sína, varð hún þegar í stað
vonglöð og hress, enda komu bréfin frá honum daginn eftir.
Mamma hafði hlotið strangt uppeldi. Foreldrar hennar, sem
voru skozkir, voru mjög siðavandir. Og ég hygg, að mamma
mundi alls ekki hafa viljað láta bendla sig við spíritisma eða
neitt þessháttar. Hún var þakklát fyrir drauma sína og sýnir,
en braut ekki heilann um það að öðru leyti. Og ekki vildi hún,
að þetta væri á orði haft utan veggja heimilisins. Þetta var nú
einu sinni svona, og það tók þvi ekki að hafa orð á þvi útí frá
við aðra, sem ekkert kom bað við,