Morgunn - 01.12.1970, Page 48
126
MORGUNN
degi. Og stuttu eftir að ég fermdist, fékk hún mig til að takast
á hendur smóbarnakennslu í sunnudagaskólanum.
Enginn mundi hafa talið mömmu veiklaða á nokkurn hátt.
Trú hennar var einlæg, en öfgalaus. En hún „vissi“ og „sá“
ýmislegt, sem öðrum var hulið og treysti slíkri reynslu örugg
og efalaus. Og þetta hafði þau áhrif á mig, barnið, að ég leit á
þetta sömu augum og hún, fannst það vera sjálfsagt og eðlilegt.
Svo komu skólaárin. Ég sökkti mér niður í námsgreinarnar,
einkum þó söng og hljóðfæraleik, sem ég var mjög gefin fyrir.
Mamma var því að mestu leyti ein um „sýnir“ sínar þau árin.
En svo sendi einhver mér kennslubók í lófalestri og ég drakk
hana i mig með óskiptum áhuga. Ég fór að gamni mínu að
biðja skólasystur minar að lofa mér að lesa í lófa þeirra og
sjá þar skapgerð þeirra og hæfileika. Þetta varð fljótt upp-
áhaldsleikur okkar. En svo smátt og smótt og án þess að ég
gerði mér grein fyrir því, varð þessi lófalestur meira en stund-
ar gaman, og ýmislegt tók að koma þar í ljós, sem vakti furðu.
Ef ég sökkti mér gjörsamlega niður i það, að rýna í linurnar í
lófa manna, fór ég beinlínis að „sjá“ hitt og þetta, og ósjálfrátt
kom ýmislegt fram i hugann. Ég sagði frá þessu af því að ég
„vissi“ það og án þess að geta gert grein fyrir hvernig á því
stóð. Þetta var ekki lófalestur í raun og veru. Skyndilega var
brugðið upp fyrir mér myndum. Ég sagði bara frá því, sem ég
sá. Og stúlkurnar urðu standandi hissa.
Þær gátu ekki þagað yfir þessu en sögðu fró því heima hjá
sér. Þannig barst þetta út og varð til þess, að ég var sárbeðin
að koma til Liverpool og lesa þar í lófa ó samkomu, sem haldin
var til styrktar sjómönnum. Ég varð bæði hissa og fegin, að
mamma skyldi leyfa mér að fara. En hún setti það upp, að ein-
hver, sem hún þekkti vel, færi með mér, og að ég mætti enga
borgun þyggja. Evelyn Kynaston, sem var nokkru eldri en ég,
og ein af beztu vinstúlkum okkar mömmu, tók fúslega að sér
að fara með og vera mér til aðstoðar. Við klæddum hana í
egypzkan búning og létum hana standa fyrir framan tjald-
dyrnar — því ég var þarna i skrautlegu tjaldi. Hún hélt á
rauðum flauelspoka, sem hún safnaði í aðgangseyrinum.