Morgunn - 01.12.1970, Blaðsíða 49
MORGUNN
127
Við fengum afar mikla aðsókn, og ég sökkti mér svo niður i
starfið, að ég gleymdi tlmanum og biðröðinni fyrir framan
tjaldið, sem stöðugt lengdist eftir því sem á daginn leið. Marg-
ir pöntuðu að komast að aftur daginn eftir, því þetta stóð í tvo
daga. Fréttin um lófalestur minn barst frá manni til manns.
Flauelspokinn var orðinn býsna þungur, þvi margir voru svo
ánægðir, að þeir greiddu miklu meira en upp var sett.
Fyrri daginn, um þrjúleytið, kom lagleg dökkhærð stúlka i
fölbláum kjól inn í tjaldið og bað mig i öllum bænum að vera
Hjóta að lesa í lófa sinn, því hún ætti að syngja einsöng á
samkomunni eftir liálfa klukkustund. Hún var kvik í hreyf-
ingum, ung og glaðleg. Ég bað hana að rétta fram hendurnar
og tók að segja henni, hvað línurnar í lófunum gæfu til kynna.
Allt í einu fór ég að „sjá-“ Og óðar en ég vissi af sagði ég við
hana:
„Þú ætlar að giftast manni, sem þér þykir ekkert vænt um.
Hann er efnaður og er á förum til útlanda. Þú ert að hugsa
um að fara með honum, en þó elskar þú annan mann. 1 öll-
um bænum gerðu þetta ekki. Hugsaðu þig vel um. Þú átt á
hættu að eyðileggja þitt eigið líf og jafnvel tveggja eða þriggja
annarra11.
Hún spurði hvort ég þekkti sig eða vissi hvað hún héti. Ég
sagði auðvitað nci við því. Þá sagðist hún þurfa að flýta sér
og rauk út úr tjaldinu.
Næsti maður beið, og ég gleymdi gjörsamlega stúlkunni i
bláa kjólnum. Klukkan var langt gengin í fimm. Ég var orðin
þreytt og mig sárlangaði i tesopa. T því kemur inn ungur mað-
ur og biður mig að lesa í lófa sinn undir eins, því hann þurfi
að ná eimlestinni, sem fari eftir fáeinar mínútur. Ég hætti að
hugsa um teið en tók til óspilltra málanna. Allt í einu fór ég
að „sjá“. Ég sagði honum, að hann yrði að gæta sín vel að
missa ekki stúlkuna, sem hann elskaði. Þótt hún væri nú heitin
öðrum, þætti henni þó enn vænt um hann. Ég sagði honum, að
bún væri alveg á förum til útlanda, og ef hún færi þangað,
Juundi hann aldrei sjá hana framar.