Morgunn - 01.12.1970, Qupperneq 51
M O R G U N N
129
um embættisbróður sínum og bað hann að reyna að fá okkur
Evelyn til þess að koma á samkomu, sem hann ætlaði að halda
til styrktar kirkju sinni, sem þá var í fjárþröng. Þetta var
nokkuð langt í burtu. Prestur þessi hafði verið á samkomunni
góðu og vissi því, að það var mikill fengur að fá okkur. Ekki
reyndist erfiðislaust fyrir okkur Evelyn að fá samþykki for-
eldra okkar til þessarar farar. En það tókst nú samt á endan-
um. Yið fengum einnig leyfi skólastjórans. Það, að þetta var
gert til styrktar góðu málefni, átti vafalaust rikastan þáttinn i
því, að við fengum að leggja út í þessa ævintýraferð, sem við
báðar vonuðum að verða mundi skemmtileg og heppnast ekki
síður vel en samkoman í Liverpool. Við vorum lika fegnar að
fá frí úr skólanum þessa daga. Svo var tekið til við að undirhúa
ferðina. Við vorum vongóðar og ælluðum ekki að liggja á hði
okkar, en skemmta okkur þó jafnframt eftir því sem föng voru
til. —
Þegar við komum á áfangastaðinn, var okkur vísað að all-
stóru steinhúsi, ekki ósnotru, og garður umhverfis. Húsið átti
einn af máttarstólpum safnaðarins og hafði presturinn, sem
sjálfur bjó þröngt og við litil efni, beðið þetta fólk að taka á
rnóti okkur. En sennilega hefur honum láðst að taka nægilega
skýrt fram, að við værum ekki atvinnumanneskjur, sem hann
hefði ráðið til að skemmta gegn ærinni borgun, heldur ælluð-
um við að vera beztu hjálparhellurnar við fjársöfnunina. Við
vorum því afar undrandi á þvi, hvað viðtökurnar voru kulda-
legar.
Fremur þurrleg kona tók á móti okkur, vísaði okkur þegar
'nn í samkomuhúsið og sagði okkur, að réttast væri fyrir okkur
nð taka til starfa án tafar. Við hlýddum möglunarlaust, og vor-
uni þarna önnum kafnar alian daginn, og aðsóknin var mjög
unkil. Tveir ungir menn báðu mig að lesa i lófa sina. Og ég
^yrjaði undir eins að „sjá“. Evelyn sagði mér seinna, að þeir
befðu orðið svo hrifnir, að þeir hefðu látið fimm punda seðil
1 rauða flauelspokann hennar, sem var fljótur að þyngjast
þennan dag.
Þegar líða tók að kvöldi, vorum við orðnar heldur daufar í
9