Morgunn - 01.12.1970, Qupperneq 56
134
MORGUNN
sitt hvora lögun, en stœrð hvors um sig gelur verið afar mis-
jöfn. Sum orð eru óendanlega löng og mjó eins og timinn. Sum
eru lítil og lágkúruleg eins og þiifan, önnur eru hærri en fjöll-
in. Sum eru heit eins og ástin, önnur köld eins og hatrið.
1 þessu sambandi er einnig nauðsynlegt að gera sér grein
fyrir því, að því stærra sem orðið er og víðfeðmara, þvi örð-
ugra er að gera sér fulla grein fyrir innihaldi þess. Innihald
orðsins Guð er stærra og mikilfenglegra en mannshugurinn
getur gert sér grein fyrir eða skýrt. Allar tilraunir mannanna
til þess að skýrgreina Guð verða aðeins til þess að smækka
hann og takmarka.
Svipuðu máli gegnir um orðið hugsjón. Það er ekki hægt að
skýrgreina það eða segja nákvæmlega til um það, livað i þvi
felst. Allar tilraunir í þá átt hafa aðeins orðið til þess að mis-
þyrma hugsjónunum og afskræma þær. Þær tilraunir hafa æv-
inlcga mistekizt, að því er ég bezt veit. Og það sem verra er,
þær hafa þráfaldlega orðið heinlinis til skaða og tjóns. Mun ég
víkja að hví nánar seinna.
Hugmynd og hugsjón eru sitt hvað, og má ekki rugla þessu
tvennu saman. Hugmyndin virðist fæðast i huga mannsins
sjálfs, taka þar smátt og smátt á sig skýrari og gleggri mynd og
þá gerð, sem tiltöhdega er auðvelt að lýsa og einnig að fram-
kvæma í verki að meira eða minna leyti. Hugsjónin er aftur á
móti utan og ofan við manninn. Og henni virðist að þvi leyti
svipa til regnbogans, að það er ekki unnt e.ð höndla hana. Hún
færist jafnan á undan manni ofar og hærra, því meir sem hann
keppir í áttina til hennar. Hinni hæstu hugsjón verður aldrei
náð. Hún er eins og stjarnan á himni, sem lýsir vegfarandan-
um og visar honum leið, ekki áfangi þar sem maður gistir að
kvöldi. Sennilega er það einkum þess vegna, að þær eiga í sér
það dulfulla seiðmagn, sem heillar og hrífur hvern þann, sem
kemur auga á þær, hvetja hann og draga hann að sér, likt og
tignir tindar, sem hæst ber við himin sjálfan. I hessu er máttur
þeirra fólginn og einnig gildi þeirra fyrir lif mannsins, lífs-
stefnu hans og þroska.
Hugmyndir fæðast. Hugsjón virðist aftur á móti vera til frá