Morgunn


Morgunn - 01.12.1970, Side 58

Morgunn - 01.12.1970, Side 58
136 M O R G U N N jafnvel þótt þeir unni henni og vilji fúsir leggja mikið í sölurn- ar fyrir hana. Og næsta kynslóðin litur fyrst og fremst á hana sem arf, sem þeim hafi hlotnazt og verið trúað fyrir að varð- veita. Menn hætta að sjá hugsjónina í sínum upphaflega ljóma sem hið heillandi takmark svo háleitt, að hvi verður aldrei náð, svo fjarlægt, að það verður ekki af neinum dauðlegum manni höndlað. J þess stað verður hún þeim að kenning, sem sé þeg- ar mitt á meðal þeirra og þeim beri skylda til að skipa sér í hring umhverfis til þess að vernda hana og verja. Þeir telja sér trú um, að þeir liafi höndlað hugsjónina í stað þess að hugsjónin átti að höndla þá. Þeir telja sér trú um, að þeir hafi eignazt hugsjónina í stað þess, að hugsjónin átti að eignast þá. Þeir telja sér trú um, að þeir eigi að vernda og verja hugsjónina í stað þess, að hún átti að vernda og verja þá. 1 stað- inn fyrir hina framsæknu sveit, sem í eldmóði, hrifningu og krafti andans stefndi í eina átt að markinu mikla, er kominn söfnuður eða flokkur, sem skipast í hring um það, sem þeir halda vera hina upprunalegu, lifandi hugsjón. Um leið og tekið er að líta þannig á hugsjónina sem séreign og arf þess flokks, sem umhverfis hana hefur skipazt, verður að sjálfsögðu að skilgreina hugsjónina sem rækilegast og ná fullu samkomulagi um það innan flokksins hvað í henni skal felast, hvert skuli vera inntak hennar og innihald. Þannig er hugsjónin gerð að fastmótaðri kenningu eða játningu, sem allir i flokknum verða að lýsa sig samþykka í hverju atriði, smáu og stóru. Þeir, sem ekki játast undir þetta, verða að fara sína leið og er vísað út í yztu mvrkur. Þetta gerist ekki átakalaust. Hreinsanirnar valda deilum, átökum og jafnvel ofsóknum, ekki þó um hugsjónina sjálfa bcinlínis, heldur um gervið, búninginn, orðalagið, sem nú skal klæða hana í, skýringar þess, sem í raun og veru er ekki unnt að skýra. Og þegar svo er komið, fær smásálarskapurinn að fullu notið sín, þrætugirnin, sundurþykkjan, öfundin, valda- streitan og hatrið. Þegar svo er komið, er hugsjónin löngu hætt að verða hið eilífa takmark, sem að er stefnt, en eðli sínu samkvæmt verð-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.