Morgunn - 01.12.1970, Síða 60
138
MORGUNN
ur að enda þannig, þegar menn í stað þess að hafa hugsjónirn-
ar að leiðarljósi og sœkja einhuga fram í áttina til þeirra, reyna
að slá hring um þær, gera þær að bitbeinum til þess að deila
um og rífast og telja sig að lokum vera að berjast fyrir þeim
með því að snúa bökunum að þeim i sókn og vörn. En þetta
láta hugsjónirnar ekki bjóða sér til lengdar. Eðli sínu sam-
kvæmt gera þær til okkar þá ófrávíkjanlegu kröfu, að vera
frjálsar og í fararbroddi. Þær láta ekki troða sér i poka né láta
mennina toga sig í bandi á eftir sér eins og sleða, né heldur
bera sig á bakinu.
Á þessari öld gróðahyggjunnar, tækninnar og vélvæðingar-
innar hcfur skapazt nýtt viðhorf manna lil hugsjónanna. Frá
upphafi vega hefur mönnum verið ljóst, að i þeim býr undur-
samlegt afl og kraftur. Þær hafa aðdráttarafl, sem orkar á
mennina, líkt og sólin orkar á þessa jörð. 1 þeim býr meiri
kraftur en i hæstu og vatnsmestu fossum. Og hvað er þá eðli-
legra en að framtakssamir menn, þyrstir í fé, frama og völd,
komi auga á þetta? Er ekki hægt að notfæra sér þetta afl? Er
ekki unnt að virkja hugsjónirnar og láta þær vinna fyrir sig?
Þetta hefur verið fromkvæmt. Og það hefur borið tilætlaðan
árangur. Stundum hafa verið stofnuð hlutafélög um þessar
virkjanir hugsjónanna. Stundum nær þar einn maður öllum
yfirtökum. Sá lætur gjarnan nefna sig leiðtoga eða „fúhrer“
þjóðar sinnar til þess að varpa með því fölskum Ijóma á þá
hugsjón, sem hann hefur afskræmt og fjötrað við valdasjónar-
mið sin og hagsmuni.
Um þessar stórvirkjanir hugsjónanna til þess að ná valdi
yfir heilum þjóðum og æsa þær til óhæfuverka undir meira og
minna fölsku vfirvarpi, skal hér ekki rætt frekar. Þær eru
kunnari en frá þurfi að segja. Og raunar má i hverju þjóðfélagi
sjá ýmsar smærri virkjanir af þessu tagi, og á ólikum sviðum.
Þá er venjulega ekki virkjaður nema lítill hluti hugsjónarinn-
ar. Þar cr hvorki notuð öll fallhæðin né heldur vatnsmagnið,
svo haldið sé áfram að nota líkinguna um fossinn og hugsjón-
ina, enda þótt ófullkomin sé. Meðalmaðurinn er oft býsna lag-
inn við að telja mönnum trú um, að hann sé boðberi hárra hug-