Morgunn - 01.12.1970, Qupperneq 62
140 MORGUNN
reynt jafnvel að virkja þær okkur til fjár, valda og persónulegs
ávinnings?
Æskufólkinu er margt betur gefið nú en var í okkar ung-
dæmi. Og þess sannmælis má eldri kynslóðin njóta, að hún
hefur reynt og raunar einnig tekizt að gera meira fyrir börnin
sín en þeim kynslóðum, sem áður hafa lifað, enda haft meiri
efni og möguleika til þess. Hún hefur getað gefið börnunum
meiri mat, fínni föt og séð þeim fyrir lengri skólavist og marg-
háttaðri kennslu en fyrri kynslóðir áttu völ á. En henni hefur
ekki tekizt að opna sálir þeirra fyrir háleitum hugsjónum, er
heillað gætu hugina og kveikt elda í ungri sál.
Og þess vegna er okkar bráðgjöra og efnilega æskufólk ein-
kennilega stefnulaust og vegavillt á lífsleiðinni. Það á mikinn
lífsþrótt, en tiltölulega litla lífsgleði. Það á kost á að njóta
margs, en finnur sjaldnast hamingju í nautninni. Það kaupir
hávaðasamar skemmtanir á dýrum gleðistöðum í stað þess að
hlúa að og gefa sig á vald þeirrar lifandi lifsglcði og þeim fögn-
uði yfir því að vera til, sem þó ávallt býr í ungri sál. Það er
svo eirðarlaust, að það tínir upp í sig grænjaxlana i stað þess
að bíða eftir því að berin verði þroskuð. Tíminn er því ekki
fyrst og fremst tækifæri til þroska og dáða. Sumum finnst hann
jafnvel vera ósýnilegur óvinur, sem þeim stendur beygur af,
reyna að drepa með einhverju móti, en tekst það þó ekki, eða
reyna að flýja frá, en geta það ekki heldur.
Sú æska, sem þannig finnur til og þannig hugsar, verður
leið á öllu og öllum. Hún á hvorki hugsjón lil að hrifast af né
takmark til að keppa að. Henni líður illa. Hún fyllist gremju
og uppreisnarhug. Stundum langar hana mest lil að brjóta og
bramla allt i kring um sig. Og þessi mótþrói gegn því sem er,
og hún finnur, að er öðru vísi en það ætti að vera, hann brýzt
fram oft í hinum afkáralegustu myndum. Nægir þar að benda
á hinn siðlausa flökkulýð ungs fólks, sem gengur undir nafn-
inu Hippar. Unga fólkið virðist af ásettu ráði hætta að virða
eða tileinka sér venjur og siði eldri kynslóðarinnar á flestum
sviðum. Skemmtanir þess eru með öðrum blæ, framkoma þess