Morgunn - 01.12.1970, Side 63
MORGUNN
141
og klæðaburður er frábrugðið því, sem áður var. Stúlkurnar
láta stýfa af sér fléttingana, en strákarnir safna lubba niður á
herðar. Æsilegur hávaði, margfaldaður vir öllu hófi og magn-
aður með rafknúnum tryllitækjum, samfara afkáralegum til-
burðum og smekklausum skrípabúningi þeirra, sem þessum
tækjum stjórna með ferlegum öskrum og óhljóðum. sem söfn-
uðurinn lætur sefjast af, unz enginn veit sitt rjúkandi ráð,
og þetta er að verða ein vinsælasta skemmtunin, sem mest er
sótt eftir. Á sviðum lista og bókmennta er komin nýsköpun
afkáraháttarins og grófleikans í stað þeirrar fegurðar í formi
og blæ, sem áður hreif hugina og lyfti þeim jafnvel yfir stund
og stað. Að sjálfsögðu er bæði rangt og ósanngjarnt að halda
þvi fram, að þannig sé nú komið fyrir hinni ungu kynslóð
yfirleitt. Því fer víðs fjarri, sem betur fer. En hinu verður
ekki neitað, að só hópur, sem snýr inn á þessar furðulegu leið-
ir, fer ört vaxandi, einnig hér ó landi.
Eldra fólkið áfellist æskuna, telur hana vanþakkláta fyrir
allt það, sem við höfum ó okkur lagt hennar vegna og látið
henni i té. Og víst er okkur þetta nokkur vorkunn. Við höfum
viljað börnunum okkar vel og reynt að búa í haginn fyrir þau
á marga lund. En erum við sjálf í raun og veru ánægð í þeirri
veröld, sem okkur hefur tekizt að breyta og bylta langt um-
fram það, sem heppnazt hefur nokkuri einni kynslóð áður? Ef
við eigum að vera hreinskilin, og það er jafnan hollast, þá
hljótum við að svara þeirri spurningu neitandi. Sú veröld, sem
visindi okkar og tækni hafa verið að umskapa, er engan veg-
inn þannig, að við getum verið stolt af verkum okkar. Ef við
ekki lokum augunum, verðum við að sjá mistökin, sem alls stað-
ar blasa við og verða meira áberandi og augljósari með hverju
ári sem líður. Okkur hefur ekki tekizt að skapa frið á jörð, öðru
nær. Þrátt fyrir alla okkar tækniþróun og vísindi, sem gert hef-
ur okkur kleift að taka náttúruöflin í þjónustu okkar og beizla
svo að segja takmarkalausa orku til þess að vinna fyrir okkur,
hefur engan veginn lánazt að skapa almenna velmegun. Sult-
urinn og eymdin hefur aldrei hrjáð og ógnað jafnmörgum
milljónum manna á þessari jörð eins og nú. Með ofurkappi vél-