Morgunn


Morgunn - 01.12.1970, Page 64

Morgunn - 01.12.1970, Page 64
142 MORGUNN væðingarinnar höfum við eitrað loft og jörð og sjó. Við sjáum fram á vaxandi eyðilegging dýralífs og gróðurs af þessa völd- um. Við höfum meira að segja reiknað út og fært að þvi óhrekj- anleg rök, að mannfólkið sjálft hljóti að verða að vesalingum, veslast upp og deyja út innan tiltölulega skamms tíma, ef svo verður haldið fram sem horfir. Er það von, að æskan sé ánægð með þessa veröld, sem hún á að erfa? Og getum við ætlazt til þess, að hún sjái skynsamleg ráð til úrbóta, úr því að við sjáum þau ekki heldur? Getum við ætlazt til þess af henni? Getum við gert þær kröfur til hennar? „Ef æskan vill rétta þér örfandi hönd, þá ertu á framtíðar vegi“. Þessum orðum skáldsins ættum við aldrei að gleyma, allra sízt nú. Sú staðreynd blasir við í æ ríkara mæli, að æskan vill ekki lengur rétta okkur örvandi hönd. Stafar þetta aðeins af spillingu hennar, léttúð og vanþakklæti? Eða á það rót að rekja til þess, að augu hennar eru að opnast fyrir því, að við séum ekki á framtíðarveginum lengur? Er það þess vegna, að hún snýr við okkur bakinu? Er það þess vegna, að hún er ráð- villt, óánægð, leið á lífinu að meira og minna leyti og reyn- ir að gera uppreisn gegn því, oft á öfgafullan hátt, að því er okkur finnst, og án þess að koma auga á leiðir að bjartari og betri framtið? Eg held, að hverjum heilvita manni á hvaða aldri sem hann er, hljóti að verða það ljóst, ef hann ekki lælur hávaðann og gargið æra frá sér alla rólega og skynsamlega hugsun, að fram- tíðarhorfurnar á þessari jörð nú eru allt annað en glæsilegar hvert sem litið er. Jafn auðsætt er hitt, að það er ekki sú æska, sem nú er að vaxa úr grasi, sem ber ábyrgðina ó þvi, hvernig komið er. Það eru eldri kynslóðir lífs og liðnar, sem það gera. Þær hafa skapað það ástand, sem nú ógnar framtíð alls mann- kynsins. Þær hafa brugðizt því hlutverki vitandi og óafvitandi, að nota vit sitt og tækni og þau ógnaröfl, sem þær hafa fengið ráð yfir, til þess að skapa framfarir til sannrar lifshamingju, heldur miklu fremur til ófarnaðar og háska.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.